13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. janúar 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00.
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. 1012051 - Gámastöð - opnunartímar 2011
Nýr opnunartími gámasvæðisins við Víkurheiði. Frá 1. febrúar til 1. maí verður svæðið opið frá 13:00-17:00, mánudaga til laugardaga.
2. 1009055 - Veðurathugunarstöð á Selfossi
Nefndin felur Jóni Tryggva að skoða málið betur út frá tæknilegum sjónarmiðum.
3. 1008052 - Vatnsöflun í Ingólfsfjalli
Sótt hefur verið um nýtingarleyfi á vatnsöflun undir Ingólfsfjalli. Ákveðið að hefja vinnu við að efla kerfisvöktun og hefja lekaleit í dreifikerfi vatnsveitu, þar sem mælingar hafa sýnt að næturrennsli er óeðlilega mikið.
4. 0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
Farið yfir stöðu útboðsmála
Útboðsgögn liggja fyrir. Kynningarfundur með bjóðendum verður haldinn 18. janúar. Opnun tilboða verður 1. febrúar og miðað er við að húsið verði tilbúið til notkunar 1.apríl nk.
5. 0904212 - Tenging milli vatnsveitna Flóa og Árborgar
Farið yfir stöðu mála
Útboðsgögn fyrir nýja vatnslögn frá miðlunartanki vatnsveitunnar að Ölfusárbrú eru á lokastigi og verður verkið boðið út á næstunni.
6. 1012083 - Þakviðgerð á Sundhöll Selfoss
Farið yfir stöðu framkvæmda og áætluð verklok.
Áætlað er að verkinu ljúki í lok næstu viku.
7. 1101060 - Yfirlit yfir eignir Sveitarfélagsins Árborgar 2011
Upplýsingar um eignir sveitarfélagsins lagðar fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson