7.5.2015
13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1504230 - Ársreikningur Selfossveitna 2014 |
|
Elín Jónsdóttir, endurskoðandi frá PWC, kom á fundinn og kynnti ársreikning Selfossveitna bs 2014. Rekstrartekjur Selfossveitna af vatnssölu og tengigjöldum eru 398,6 millj. kr. og aðrar tekjur eru 111 millj.kr. Rekstrargjöld eru 336,4 millj.kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 173,3 millj. og hagnaður eftir skatta 36,6 millj. Fjárfesting ársins er 179,3 millj. kr. Af fjárfestingum ársins má nefna virkjun tveggja borhola ÓS-3 og ÞK-17. Miðlunartankur að Austurvegi 67 var gerður upp. Ný stofnlögn var lögð meðfram Suðurhólum og í Bankaveginum, lögð var ný heimtaug að viðbyggingu við Sundhöll Selfoss, unnið var að endurnýjun stofnlagnar frá Selfossi að Votmúlavegi, lögð var hitaveitulögn í nýja götu í Smáralandi, stofnlögn og heimtaugar voru endurnýjaðar í Kirkjuvegi, kaffistofa starfsmanna að Austurvegi 67 var stækkuð og tækjakostur var endurnýjaður. Fjölgun varð á lagningu nýrra heimtauga frá fyrri árum. Viðhaldsverkefni á árinu voru fjölmörg, talsvert var um bilanir á stofnlögn hitaveitunnar niður að Eyrarbakka og Stokkseyri og töluvert um bilanir í eldri hluta dreifikerfisins. Dælustöð að Austurvegi 67 þarfnast endurnýjunar á næstu árum. Stjórnin vill koma á framfæri þökkum til starfsfólks Selfossveitna fyrir dugmikið starf á árinu 2014 sem og þökkum til allra verktaka sem komið hafa að verkefnum Selfossveitna. Stjórnin samþykkir ársreikning Selfossveitna fyrir árið 2014. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |