Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2018

13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 24. October 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. Mætt: Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll. Dagskrá: Almenn afgreiðslumál 1. 1809235 - Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 Stjórnin samþykkir drög að fjárfestingaráætlun vegna ársins 2019 og þriggja ára áætlun til 2022. 2. 1510214 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð. Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri hitaveitu kom inn á fundinn og gerði grein fyrir stöðu gjaldtöku í Tjarnabyggð. Sigurði falið að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund. 3. 1009055 - Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi Búið er að undirrita samning við Veðurstofu Íslands um uppsetningu og rekstur á veðurstöð á Selfossi. Verið er að skoða heppilega staðsetningu fyrir verðurstöðina í samráði við VÍ. 4. 1807093 - Staða framkvæmda á framkvæmda- og veitusviði 2018 Kynntar voru framkvæmdir vegna viðbyggingar við Sunnulækjaskóla og breytinga við Vallaskóla. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30 Tómas Ellert Tómasson Viktor Pálsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Guðjón Guðmundsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica