Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.4.2018

13. fundur hverfaráðs Stokkseyrar

20.mars 2018                                           Hverfisráðsfundur Stokkseyri   Mætt eru Guðný Ósk, Elín Lóa, Svala, Ari og Hafdís  1.    Vantar byggingarlóðir á Stokkseyri og þá sérstaklega parhúsa- og raðhúsalóðir  2.     Bílaplanið við Gimli – verður eitt drullusvað, þarf að laga.  3.     Gras fyrir neðan Fréttablaðkassa orðið ónýtt. Ökumenn aka bílum sínum upp á grasið og skemma það, þyrfti að setja eitthvað til að hindra það.  4.     Mikið um kattafár – mikið um villiketti. Þarf að gera eitthvað í því.  5.     Hundagerði – Hverfisráð óskar eftir hundagerði á Stokkseyri.  6.     Allt of mikið að bílhræjum í þorpinu.  7.     Mikið af mink í varnargarðinum sem farin er að leita í garða hjá fólki.  8.     Hverfisráð óskar eftir svörum frá Bæjarstjórn í sambandi við Þuríðargarð og þá uppástungu sem komið var með á síðasta fundi hverfisráðs. Einnig var komið með þá uppástungu hvort hægt væri að nýta garðinn í útikennslu fyrir BES.  9.   Vantar áningabekk með borði við Þuríðarbúð.  10.  Minna á að þarf að færa strætóstoppustöð við Hásteinsveg 22.  11.   Hverfaráði finnst ekki gott að fá ekki neinar upplýsingar um hvað verður um mál sem ráðið sendir til Bæjarstjórnar og Bæjarstjórn sendir svo áfram til nefnda, s.s. hvað kemur út úr þeim í þeim nefndum sem þau eru send til – eru málin tekin þar fyrir og hver er útkoman.  12.   Minnum á að það þarf að setja sláttinn inn í skipulag, þ.e. sláttinn við Löngudæl.  13.  Hraðahindrun við Íragerði, þar er göngustígur út á leikskóla, þarf að hægja á umferð.  14.   Vantar að setja þrengingu inn í Íragerði eða vistgötumerki. Mikið um að börn leiki sér þar.  15.  Hreinsa upp glerbrot við Eymdina.  16. Mikið verið kvartað um að sundlaugin sé lokuð á sunnudögum, Stokkseyringar, Eyrbekkingar og ferðamenn vilja komast í sund á sunnudögum.  17. Hugmynd: Hvort Ásta eða einhver annar frá Ráðhúsi Árborgar gæti komið með kurteisisleg tilmæli eða ábendingu inn á Daglegt líf á Stokkseyri og/eða Íbúar á Stokkseyri, til íbúa um að muna eftir að skrá og merkja dýrin sín, hirða upp eftir þau, gæta að ökuhraða og fleira í þeim dúr.  https://www.facebook.com/groups/261356807642755/?ref=br_rs https://www.facebook.com/groups/1904934693084201/?ref=br_rs    

Þetta vefsvæði byggir á Eplica