13. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 13. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 4. júní 2013.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Boðuð forföll: S. Hafsteinn Jóhannesson og Katrín Klemenzardóttir.
Boðaður en ekki mættur: Böðvar Jens Ragnarsson.
Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.
Fundi lauk kl. 18:15.
Dagskrá:
1. Fundagerð fundar dags. 4. apríl, samþykkt.
2. Kanínur.
3. Ný hundasamþykkt.
4. Akstur strætisvagna.
5. Gróður, göngustígar o.fl.
6. Aukið framboð á afþreyingu.
7. Húsavefur.
8. Úr fundargerðum.
a. 139. fundur bæjarráðs, 7. liður.
b. 140. fundur bæjarráðs, 3. liður.
c. 42. fundur bæjarstjórnar, liður 2b.
d. 141. fundur bæjarráðs, 6. liður.
9. Næsti fundur.
Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Enn eru að berast ráðinu ábendingar vegna fjölda kanína á og við Selfoss. Þar sem sveitarfélagið fékk í fyrrahaust heimild Umhverfsisstofnunar til veiða á kanínum og veiðimennirnir sem fengnir voru til starfa veiddu nokkuð af kanínum mælist ráðið til þess sveitarfélagið fá aftur heimild til þess sama og aftur verði haldið til veiða.
3. Búið er að samþykkja nýja samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu Árborg. Er hún m.a. aðgengileg á vefsíðu Árborgar. Ráðið vill sérstaklega benda á grein 16 í samþykktinni en þar eru taldir upp staðir þar sem óheimilt er að fara með hunda inn í og óheimilt að tjóðra þá fyrir utan sömu staði eða skilja eftir eftirlitslausa. Í þeirri grein kemur einnig fram að óheimilt er að fara með hunda á almennar samkomur. Vonar ráðið að ný samþykkt verði rækilega kynnt hundaeigendum, bæði nýjum og gömlum.
4. Eru komnar niðurstöður í viðræður milli Árborgar, SASS og Strætó?
5. Ráðið fagnar öllum framkvæmdum sem eru í gangi á Selfossi, gatnahreinsun, göngustígagerð og allri tiltekt á vegum sveitarfélagsins. Einnig hafa margir íbúar hafið vorverkin að krafti og hreinsað vel á lóðum sínum og gætt að gróðri sem óx út fyrir lóðamörk. Þó er búið að benda ráðinu á göngustíg sem liggur í gegnum Lambhaga (beint á móts við Reyrhaga) og út í malbikaðann göngustíg meðfram Lambhagahverfinu. Umræddur göngustígur er mestmegnis mold og erfiður yfirferðar.
6. Hverfisráðið vill láta í ljós ánægju sína með aukið framboð á afþreyingu fyrir krakka s.s. tölvuleikjanámskeið Skemu sem haldin verða í Sunnulækjarskóla í aðstöðu á vegum sveitarfélagsins. Einnig sumarsmiðjum fyrir 10-12 ára krakka sem verða í Zelsíuz á vegum sveitarfélagsins og framhaldsskóla barnanna í FSu fyrir 10 – 11 ára börn en þar gefst þeim kostur á kennslu í iðgreinum sem kenndar eru við skólann.
7. Húsavefur, samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Héraðskjalasafnsins lofar góðu og vonandi verður þess gætt að unnið sé markvisst áfram að vefnum.
8.
a. Tekið er undir áskorun frá íbúum við Engjaveg um að setja upp hraðahindrun á Engjaveg milli Tryggvagötu og Eyravegar. Líklega væri þörf á fleiri en einni hraðahindrun en oft má sjá hraðakstur á þessari leið. Ráðið bendir einnig á að eldri hraðahindranir á Selfossi séu sumar í lélegu ástandi t.d. hraðahindrun um Rauðholt og á Tryggvagötu (á mót við Dælengi).
b. Vonar ráðið að góð niðurstaða fáist í skipulag í Mjólkurbúshverfinu en þangað til sé hugsað um að hverfið þarf að hirða og þrífa hvað sem líður stöðu á byggingum í hverfinu. Sláttur á grasinu geri hverfið strax aðeins vistlegra.
c. Ráðið fagnar möguleikanum á að núverandi reiðstígur meðfram Eyrarbakkavegi verði gerður að göngu- og hjólastíg milli þéttbýlisstaðanna í Árborgar og vonar að málinu verði flýtt.
d. Hverfisráðið finnst vel til fundið að nota miðbæjargarðinn til að dagskemmtun Kótelettunnar geti farið þar fram en vill beina þeim tilmælum til hátíðarhaldara, hvort sem um er að ræða Kótelettuna eða aðra bæjarhátíð, að fólk sem býr í næsta nágrenni við miðbæjargarðinn fái að vita með góðum fyrirvara að til standi að halda skemmtum í miðbæjargarðinum sérstaklega ef þær eru að kvöldi til, áður en hátíðir eru auglýstar með formlegum hætti.
9. Næsti fundur verður annar þriðjudag í október. 8. október kl. 17.00.