13. fundur íþrótta- og menningarnefndar
13. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. desember 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mættir: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1310039 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2013 |
|
Rætt um undirbúning hátíðarinnar. Lagður fram listi yfir þá íþróttamenn sem hafa verið tilnefndir til íþróttakarls og -konu Árborgar 2013 en 24 einstaklingar, 12 konur og 12 karlar eru tilnefndir. Rætt um að taka inn nýjan lið á hátíðina tengdan almenningsíþróttum þar sem væri hægt t.d að afhenda einstaklingum viðurkenningu fyrir góðan árangur á þeim vettvangi. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar og formanni að klára dagskrá hátíðarinnar. Íbúar eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina þann 30. des. nk. í sal FSu og styðja með því afreksfólkið okkar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1312017 - Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2013 |
|
Rætt um hvatningarverðlaunin 2013. Tilkynnt verður um val nefndarinnar á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 30.des. nk. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1304086 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2013 |
|
Farið yfir þær umsóknir sem liggja fyrir. Ákveðið að eftirfarandi verkefni fái styrk. Samtals 250.000 kr. sem úthlutað er að þessu sinni. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi |
|
Farið yfir stöðu mála gagnvart safninu. Fram kom að sjö aðilar hafa sótt um að gerast rekstraraðilar að safninu og upplýsingamiðstöðinni. Nefndin þakkar upplýsingarnar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Kjartan Björnsson |
|
Björn Harðarson |
Þorsteinn Magnússon |
|
Tómas Þóroddsson |
Grímur Arnarson |
|
Bragi Bjarnason |