22.10.2015
13. fundur íþrótta- og menningarnefndar
13. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1508177 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2016 |
|
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokka nefndarinnar. Rætt um helstu áherslur og verkefni. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1506055 - Menningarmánuðurinn október 2015 |
|
Formaður fer yfir hvernig mánuðurinn hafi gengið. Fram kom að mæting á fyrstu viðburðina hafi verið góð. Gunnar Sigurgeirsson, Már Ingólfur Másson og Þorsteinn Tryggvi Másson komu á fundinn vegna Hafnarkvöldsins sem verður haldið föstudaginn 30. okt. nk. Farið yfir uppbyggingu kvöldsins og kom fram að dagskráin væri nánast fullmótuð. |
|
|
|
3. |
1508176 - Ósk um kostnaðaryfirlit vegna bæjarhátíða í Sv. Árborg |
|
Lögð fram svör við fyrirspurn Eggerts Vals Guðmundssonar, fulltrúa S-lista, frá 12. fundi nefndarinnar. Nefndin óskar eftir því að lögð verði fram frekari sundurliðun á liðnum millifærð vinna vegna bæjarhátíða. Eggert þakkar fyrir svörin. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1510086 - Beiðni - lausn á samgöngum á milli íþrótta- og tómstundastaða í Árborg |
|
Gögn meðfylgjandi. Bæjarráð mun vísa þessu máli til nefndarinnar. |
|
Erindi frá Samborg, samstarfi foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg, um ósk félagsins að fundinn verði viðeigandi lausn á samgöngum á milli skóla og íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu til þess að gera sem flestum börnum kleift að stunda íþróttir og/eða tómstundastarf. Sérstaklega er horft til yngstu barnanna. Málið rætt og er starfsmanni nefndarinnar falið að hafa samband við fulltrúa Samborgar og fá nánari upplýsingar um þörf á samgöngum fyrir þennan hóp. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
5. |
1510085 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015 |
|
Reglugerð kjörsins meðfylgjandi. Skoða þarf hvort nefndin vill endurskoða hana eitthvað. |
|
Farið yfir reglugerð fyrir kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015. Rætt um útfærslu á kjörinu í ár og einnig hugsanlegar útfærslur á því að íbúar sveitarfélagsins geti tekið þátt í kjörinu. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna að málinu og leggja fram tillögur að útfærslu á kosningunni fyrir næstu fund nefndarinnar. Ákveðið að Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar verði þriðjudaginn 29. desember nk. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
6. |
1509122 - Ráðstefna - stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 frítíminn er okkar fag |
|
Gögn meðfylgjandi en ráðstefnan er nk. föstudag. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
7. |
1510002 - Samkomulag um aðgengi að Sundhöll Selfoss við Laugar ehf. |
|
Samkomulagið meðfylgjandi. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
8. |
1509234 - Ályktun - endurnýjun sparkvalla með dekkjakurli |
|
Gögn meðfylgjandi en málið hefur verði rætt í bæjarráði. |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur áherslu á að öll íþróttaaðstaða í sveitarfélaginu sé ekki skaðleg iðkendum. |
|
|
|
9. |
1509252 - Undirbúningur friðlýsingar á Ísólfsskála Stokkseyri |
|
Gögn meðfylgjandi. |
|
Lagt fram til upplýsingar. |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15 |
Kjartan Björnsson
Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel
Bragi Bjarnason