13. fundur menningarnefndar
13. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 30. janúar 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður, D-lista,
Þorlákur Helgason, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Formaður byrjar á að þakka Guðrúnu Höllu Jónsdóttur fyrir sín störf með nefndinni og um leið býður hann Þorlák Helgason velkominn inn í nefndina.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
1. 1201149 - Markaðsstofa Suðurlands
Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, kom inn á fundinn og kynnti starfsemi markaðsstofunnar. Fram kom að fjöldi fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurlandi nýti sér krafta hennar og mikið sóknarfæri væri fyrir Suðurland í ferðaþjónustu. Nefndin þakkar Davíð fyrir kynninguna.
2. 1201146 - Vor í Árborg 2012
Menningarnefnd leggur til að Vor í Árborg 2012 fari fram dagana 17. - 20. maí 2012 og verði aðaláherslan á helgina. Nefndin samþykkir einnig að Kristín Bára Gunnarsdóttir, nemi í viðburðastjórnun, komi að skipulagi Vors í Árborg 2012 sem verði hluti af námi hennar. Hún vinni með nefndinni og starfsmanni hennar.
3. 1201144 - Menningarstúkur á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi
Björn Ingi fylgir tillögunni úr hlaði og fer yfir hugmyndina sem er að fá smíðaverkstæði Litla-Hrauns til að smíða sérstakar menningarstúkur til að nota á viðburðum utandyra sem innandyra í sveitarfélaginu. Málið rætt og kom fram að svona stúkur myndu nýtast vel á viðburðum í sveitarfélaginu. Nefndin felur formanni og menningar- og frístundafulltrúa að kynna málið frekar fyrir næsta fund nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
4. 1201147 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2012
Menningarnefnd leggur til að hátíðarhaldarar verði kallaðir til fundar þann 14.febrúar nk. til að stilla saman strengina fyrir árið 2012. Samþykkt samhljóða.
5. 1201143 - Störf menningarnefndar
Rætt um störf nefndarinnar og lagði menningar- og frístundafulltrúi fram skýrslu um helstu verkefni nefndarinnar fyrsta starfsárið. Rætt um hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara.
6. 1201145 - Listaverkið "Brennið þið vitar" 10 ára
Björn Ingi ræðir um listaverkið "Brennið þið vitar" og leggur til að haldið verði upp á afmæli listaverksins. Nefndin tekur undir þetta og að stefnt verði á afmæli í októbermánuði. Samþykkt samhljóða.
7. 1111070 - Sumarmót Íslenska suzukisambandsins 2012 á Selfossi
Lagt fram til kynningar. Sumarmótið verður haldið 22.-24. júní nk. á Selfossi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:20
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Þorlákur Helgason
Bragi Bjarnason