13. fundur skipulags- og byggingarnefndar
13. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 28. júlí 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Jón Jónsson, varamaður D-lista,
Ólafur H. Jónsson, varamaður D-lista,
Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður,
Bárður Guðmundsson. skipulags- og byggingafulltrúi.
Dagskrá:
1. 1106001 - Umsókn um staðbundna löggildingu sem byggingarstjóri í sveitarfélaginu Árborg.
Umsækjandi: Árni Þorvaldsson kt:310150-4449 Urriðakvísl 6, 110 Reykjavík
Samþykkt.
2. 1103073 - Óskað er umsagnar um breytt áður útgefið gistileyfi í flokki 3, dags 4. maí 2010. Í nýrri umsókn um breytingu á gistileyfi , dagsett 28. febrúar 2011, er óskað eftir gistileyfi í flokki 5 fyrir BB Selfossi að Austurvegi 28, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Leyfisveitandi Sýslumaðurinn á Selfossi kt: 461278-0279Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss.
Erindið hefur verið grenndarkynnt og bárust athugasemdir sem kynntar voru fyrir nefndarmönnum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara fram komnum athugasemdum. Umsögn: Skipulags- og byggingarnefnd mælir með því að umsækjanda Valdimari Árnasyni kt: 280369-4469 f.h Auðsala ehf kt:680604-3120 verði veitt gistileyfi í flokki 5 með breyttum opnunar og veitingartíma áfengis til kl. 23,00 alla daga.
3. 1107035 - Umsókn um leyfi fyrir pizzavagn við hringtorgið.
Umsækjandi: Pizzavagninn ehf kt:660608-1920Laxárdal 2a, 801 Selfoss
Samþykkt að heimila staðsetningu Pizzavagnsins milli 18,00 og 21,00 einu sinni í viku þ.e. miðvikudögum
4. 1107036 - Umsókn um leyfi til að byggja svalir og kvist að Íragerði 12a Stokkseyri.
Umsækjandi:Elín Þorvaldsdóttir kt:310854-2989 Íragerði 12a, 825 Stokkeyri.
Samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir svölum og kvisti.
5. 1107095 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gestahús að Íragerði 12a Stokkseyri.
Umsækjandi: Elín Þorvaldsdóttir kt: 310854-2989 Íragerði 12a, 825 stokkseyri.
Samþykkt.
6. 1107034 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir sniðræsi við Árveg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborgar kt:650598-2029 Austurvegur 67, 800 Selfoss
Samþykkt.
7. 0909108 - Beiðni björgunarsveitarinnar Bjargar um stækkun tjaldsvæðis á Eyrarbakka.
Umsækjandi: Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka kt:610180-0519 Pósthólf 175, 802 Selfoss
Samþykkt.
8. 1106032 - Beiðni um umsögn um drög að byggingarreglugerð
Skipulags og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að umsögn.
9. 1106034 - Beiðni um umsögn um drög að reglugerð um framkvæmdarleyfi.
Skipulags og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að umsögn.
10. 1107023 - Beiðni Umhverfisráðuneytisins um umsögn um drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu.
Skipulags og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að umsögn.
11. 1106121 - Beiðni Zóphoníasar Más Jónssonar um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis, Nýlenda
Samþykkt að mæla með stofnun lögbýlis.
12. 1107053 - Umsókn um niðurrif húss á Tanganum Selfossi.
Umsækjandi: Þorbjörg Sigurðardóttir kt: 240327-3259 Háengi 3, 800 Selfoss
Samþykkt.
13. 1107051 - Beiðni um deiliskipulagsbreytingu Tangans á Selfossi.
Umsækjandi: Þorbjörg Sigurðardóttir kt: 240327-3259 Háengi 3, 800 Selfoss.
Deiliskipulags breytingin hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir voru gerðar við breytingunni.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að deiliskipulags breytingin verði samþykkt.
14. 1106045 - Beiðni um deiliskipulagsbreyting vegna lands í Byggðarhorni.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gangsetja vinnu við deiliskipulagsbreytingu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09,20
Gunnar Egilsson
Jón Jónsson
Ólafur H. Jónsson
Ásdís Styrmisdóttir
Bárður Guðmundsson