Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.2.2009

130. fundur bæjarráðs

130. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0902119 - Fundargerðir lista- og menningarnefndar 2009
20. fundur lista- og menningarnefndar haldinn 17. febrúar


-liður 13, 0812007, útilistaverk Sveitarfélagsins Árborgar, bæjarráð fagnar því framtaki nefndarinnar að láta vinna lista yfir útilistaverk í Sveitarfélaginu Árborg.
Fundargerðin staðfest.

2. 0901097 - Fundargerðir umhverfis- og skipulagsnefndar 2009
2.fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn 17.febrúar


Fundargerðin staðfest.

3. 0902143 - Fundargerðir atvinnuþróunarnefndar Árborgar 2009
9.fundur haldinn 16. febrúar


Fundargerðin staðfest.

Almenn erindi

4. 0902101 - Beiðni um samþykki fyrir landsskiptum á jörðinni Hólum landnr. 206363

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

5. 0810112 - Styrkbeiðni undirbúningshóps vegna stofnunar Starfsendurhæfingar á Suðurlandi

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið í samvinnu við Fjölskyldumiðstöð.

6. 0902066 - Boð borgarstjórans í Reykjavík um þátttöku í Menningarnótt í Reykjavík 2009

Bæjarráð þekkist boðið og lýsir yfir ánægju með þetta tækifæri til að kynna menningarstarfsemi og sveitarfélagið. Bæjarráð felur Andrési Sigurvinssyni, verkefnisstjóra, að vinna að undirbúningi í samvinnu við bæjarstjóra.

7. 0902128 - Auglýsing Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta 2008/2009

Bæjarráð felur bæjarritara að senda umsókn um byggðakvóta.

8. 0902141 - Drög að leigusamningi við Háskólafélag Suðurlands

Lögð voru fram drög að samningi. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

9. 0902073 - Dæluhús Ósabotnum, beiðni Vörðufells ehf um að greiddar verði verðbætur vegna verksamnings

lögð var fram svohljóðandi tillaga að afgreiðslu:
Bæjarráð hafnar erindinu, ekki er gert ráð fyrir verðbótum í samningnum sem undirritaður var í ágúst 2008.

Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá, og óskaði eftir að bóka:
Ekki er óeðlilegt að skoða efnisliðinn sérstaklega.

10. 0810016 - Samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg

Bæjarráð vísar samþykktinni til umræðu í bæjarstjórn.

11. 0902147 - Tillaga um breytt fyrirkomulag þjónustuskrifstofu á Eyrarbakka

Lögð var fram svohljóðandi tillaga um breytt fyrirkomulag varðandi þjónustuskrifstofu Árborgar á Eyrarbakka

Bæjarráð samþykkir að þjónustuskrifstofan á Eyrarbakka verði lokuð mánuðina maí til ágúst 2009. Frá og með 1. september n.k. verði hún opin einn dag í viku.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá og óskaði eftir að bóka: Mikilvægt er að halda þjónustu á Eyrarbakka, jafnt á óvissutímum eins og í góðæri.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Sveitarfélagið Árborg hefur lagt ríka áherslu á að veita góða þjónustu fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Til þess að svo geti verið þá er mikilvægt að rekstur sé með hagkvæmum hætti og fjármunir nýtist sem best. Þessi ráðstöfun er gerð í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og þess má geta að mörg ár eru síðan þjónustuskrifstofu á Stokkseyri var lokað og verkefnin sem þar voru flutt í Ráðhús Árborgar. Með tilkomu almenningssamgangna innan Árborgar hafa möguleikar íbúanna til að sækja þjónustu hvar sem þeir búa í sveitarfélaginu stórbatnað. Minnt skal á að fulltrúar D lista hafa ítrekað haldið því fram að kostnaður við stjórnsýslu sveitarfélagsins sé of mikill án þess að þeir bendi á raunhæfar leiðir til úrbóta.
Fulltrúar B og V lista.

Erindi til kynningar

12. 0902122 - Ályktun KSÍ um stuðning við íþróttastarf

Lagt fram. Bæjarráð tekur undir það sem segir í ályktun KSÍ um mikilvægi íþrótta fyrir heilbrigðan lífsstíl og forvarnir. Sveitarfélagið endurnýjaði samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög á s.l. ári og jók verulega framlög til málaflokksins. Þá standa einnig yfir miklar framkvæmdir við íþróttamannvirki vegna fyrirhugaðs landsmóts UMFÍ.

13. 0810126 - Erindi Samgönguráðuneytisins til sveitarfélaga um fjárhagsáætlun 2009

Lagt fram.

14. 0504045 - Matsáætlun vegna tvöföldunar Suðurlandsvegur

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55

Jón Hjartarson                        
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica