Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.3.2013

130. fundur bæjarráðs

130. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 7. mars 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðuðu forföll.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

34. fundur haldinn 26. febrúar

 

-liður 6, 1302218, tillaga að deiliskipulagi svæðis við Sandvíkursetur og Sundhöll. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst.

-liður 8, 1302166, beiðni Sýslumannsins á Selfossi um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, veisluþjónustan Matur og músík, Tryggvagötu 40. Bæjarráð telur sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um erindið, sbr. afgreiðslu þess á 113. fundi.

-liður 10, 1302008, tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að aðalskipulagi verði breytt.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands

 

147. fundur haldinn 27. febrúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Almenn afgreiðslumál

3.

1302248 - Tilkynning um breytingu á viðskiptakjörum Sorpu

 

 Lögð var fram tilkynning Sorpstöðvar Suðurlands um breytingu á viðskiptakjörum í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

 

   

4.

1302123 - Greinargerð vegna lekavandamála í íbúðum Leigubústaða Árborgar í Álftarima 3

 

Bæjarráð samþykkir að láta laga leka í íbúðum Leigubústaða Árborgar í Álftarima 3.

 

   

5.

1302139 - Starfsár Félags eldri borgara á Selfossi 2012

 

Bæjarráð samþykkir leiðréttingu á framlagi til félagsins í samræmi við samninginn.

 

   

6.

1303017 - Erindi handknattleiksdeildar UMFS, ósk um styrk vegna bikarkeppni HSÍ

 

Bæjarráð samþykkir kaup á gólfauglýsingu og styrktarlínu í leikskrá. Bæjarráð sendir meistaraflokki karla í handknattleik baráttukveðjur.

 

   

7.

1303018 - Sumar á Selfossi 2013, beiðni um aukið framlag til hátíðarinnar

 

Bæjarráð samþykkir 250.000 kr hækkun á framlagi til Sumars á Selfossi í ljósi þess að um er að ræða stærstu árlegu hátíð íbúa sveitarfélagsins. Bæjarráð minnir á að erindi af þessu tagi þurfa að berast fyrir gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1302081 - Efling skólastarfs og sérfræðiþjónusta skóla í Árborg, bókun Hveragerðisbæjar

 

Lagt fram.

 

   

9.

1302247 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn - frumvarp til laga um útlendinga

 

Lagt fram.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.  

Sandra Dís Hafþórsdóttir       
Kjartan Björnsson
Eggert V. Guðmundsson                                            
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica