130. fundur bæjarráðs
130. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 7. mars 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðuðu forföll.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
34. fundur haldinn 26. febrúar |
||
-liður 6, 1302218, tillaga að deiliskipulagi svæðis við Sandvíkursetur og Sundhöll. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst. -liður 8, 1302166, beiðni Sýslumannsins á Selfossi um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, veisluþjónustan Matur og músík, Tryggvagötu 40. Bæjarráð telur sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um erindið, sbr. afgreiðslu þess á 113. fundi. -liður 10, 1302008, tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að aðalskipulagi verði breytt. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
147. fundur haldinn 27. febrúar |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1302248 - Tilkynning um breytingu á viðskiptakjörum Sorpu |
|
Lögð var fram tilkynning Sorpstöðvar Suðurlands um breytingu á viðskiptakjörum í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. |
||
|
||
4. |
1302123 - Greinargerð vegna lekavandamála í íbúðum Leigubústaða Árborgar í Álftarima 3 |
|
Bæjarráð samþykkir að láta laga leka í íbúðum Leigubústaða Árborgar í Álftarima 3. |
||
|
||
5. |
1302139 - Starfsár Félags eldri borgara á Selfossi 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir leiðréttingu á framlagi til félagsins í samræmi við samninginn. |
||
|
||
6. |
1303017 - Erindi handknattleiksdeildar UMFS, ósk um styrk vegna bikarkeppni HSÍ |
|
Bæjarráð samþykkir kaup á gólfauglýsingu og styrktarlínu í leikskrá. Bæjarráð sendir meistaraflokki karla í handknattleik baráttukveðjur. |
||
|
||
7. |
1303018 - Sumar á Selfossi 2013, beiðni um aukið framlag til hátíðarinnar |
|
Bæjarráð samþykkir 250.000 kr hækkun á framlagi til Sumars á Selfossi í ljósi þess að um er að ræða stærstu árlegu hátíð íbúa sveitarfélagsins. Bæjarráð minnir á að erindi af þessu tagi þurfa að berast fyrir gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
8. |
1302081 - Efling skólastarfs og sérfræðiþjónusta skóla í Árborg, bókun Hveragerðisbæjar |
|
Lagt fram. |
||
|
||
9. |
1302247 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn - frumvarp til laga um útlendinga |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson
Eggert V. Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir