131. fundur bæjarráðs
131. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 5. mars 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0901097 - Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar
3.fundur haldinn 26.febrúar
-liður 9, 0902146, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir einbýlishúsi að Kálfhaga, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að óska eftir samþykki Skipulagsstofnunar.
-liður 10, 0902015, staðsetning stoppistöðvar strætó við Austurveg á Selfossi, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að stoppistöðin verði flutt.
-liður 12, 0901198, umsögn um landskipti vegna Nýjabæjar, bæjarráð veitir jákvæða umsögn um landskiptin.
-liður 16, 0902133, umsókn um Vallarheiði 6, Selfossi, bæjarráð samþykkir að veita vilyrði skv. 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg, enda leggi umsækjandi fram þær upplýsingar sem óskað er eftir á eyðublaði fyrir umsókn um vilyrði fyrir lóð. Vilyrðið gildi í 4 mánuði frá því að umbeðnar upplýsingar hafa verið lagðar fram.
-liður 17, 0902132, umsókn um Vallarheiði 4, Selfossi, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
-liður 18, 0902131, umsókn um Vallarheiði 1, Selfossi, bæjarráð samþykkir að veita vilyrði skv. 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg, enda leggi umsækjandi fram þær upplýsingar sem óskað er eftir á eyðublaði fyrir umsókn um vilyrði fyrir lóð. Vilyrðið gildi í 4 mánuði frá því að umbeðnar upplýsingar hafa verið lagðar fram.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa Vallarheiði 2.
-liður 19, 0805011, tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
-liður 20, 0902101, landskipti á jörðinni Hólum, bæjarráð veitir jákvæða umsögn um landskipti.
Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
2. 0902090 - Tillaga fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu um skipting framlaga til BÁ
Áður á fundi 19.febrúar sl.
Lagt var til að bæjarráð fallist á tillögu fulltrúaráðsins.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá.
3. 0902089 - Tillaga fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu um breytt rekstrarfyrirkomulag slökkvitækjaþjónustu
Áður á fundi 19.febrúar sl.
Bæjarráð fellst á tillögu fulltrúaráðs.
4. 0504045 - Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um tillögu að matsáætlun Suðurlandsvegar frá Hveragerði austur fyrir Selfoss, umsögn lögð fram
Lögð var fram svohljóðandi umsögn um tillögu að matsáætlun um tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss, unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Vegagerðina.
Tillaga:
Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss verði hraðað. Bæjarráð telur nauðsynlegt að áform um tvöföldun vegarins verði að veruleika, ekki síst á vegarkaflanum á milli Hveragerðis og Selfoss, sem er einn sá hættulegasti á Suðurlandsvegi. Bæjarráð Árborgar tekur undir með bæjarstjórn Hveragerðis hvað varðar frestun framkvæmda við mislæg gatnamót á leiðinni og telur að kanna megi ódýrari lausnir, sem víki þó ekki frá kröfum um umferðaröryggi.
Tvöföldun er ófrávíkjanlegt forgangsmál.
Samkvæmt tillögu að matsáætlun er gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og austur fyrir Selfoss. Gert er ráð fyrir einum valkosti veglínunnar þar til kemur að þverun Ölfusár þá er lögð fram tillaga um tvær veglínur yfir Ölfusá. Önnur er í samræmi við staðfest aðalskipulag Árborgar og liggur hún um Efri - Laugardælaeyju í Ölfusá. Hin veglínan sveigir upp með ánni, fer í gegnum Hellisskóg og þverar ána neðan Grímskletts og yfir á Ferjuholt austan árinnar. Fyrirhuguð lega þjóðvegar yfir miðja Efri - Laugardælaeyju hefur verið inn á aðalskipulagi Selfoss og síðar Árborgar í meira en aldar fjórðung og hefur Vegagerðin alla tíð lagt ofuráherslu á þessa legu þjóðvegarins.Við gerð deiliskipulagsáætlana hefur alla tíð verið tekið mið af þessari legu þjóðvegarins, einnig hefur öll uppbygging skógræktarsvæðis í Hellisskógi tekið mið af þessari legu.Veglína 2 sem gert er ráð fyrir að þveri Ölfusá við Grímsklett og yfir á Ferjuholt mun hafa í för með sér mun meira rask á umhverfi auk þess sem farið er yfir fornminjar eins og t.d. Hellisbrú.
Að teknu tilliti til þess sem að ofan greinir mælir bæjarráð Árborgar eindregið með veglínu 1 og hafnar alfarið að veglína 2 verði sýndur sem valkostur þegar frummatsskýrsla verður gerð,einnig áskilur bæjarráð sér rétt til að koma með athugasemdir og ábendingar á öllum stigum málsins. Auk þess leggur bæjarráð fram meðfylgjandi athugasemdir og ábendingar og óskar eftir því að tekið verði tillit til þeirra við gerð frummatsskýrslu:
Sveitarfélagið Árborg leggur til að áhættumat fari fram vegna flóða í Ölfusá þá sérstaklega í ljósi klakastíflna sem geta myndast fyrir ofan brú og metið verði hvaða áhrif slíkar hamfarir geta haft á nýja brú yfir Ölfusá. Einnig verði metið hvaða áhrif hugsanlegar aðgerðir til að varna flóðum við fyrirhugað nýtt brúarstæði geti haft neðar með ánni.
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir að lögð verði fram ítarleg kostnaðargreining tillagna um mótvægisaðgerðir og skýr stefna Vegagerðarinnar í þeim málum t.d. í tilliti til endurheimtar votlendis og verndunar vatnasvæða.
Sveitarfélagið Árborg vill, í ljósi þess að stjórnvöld hafa sett fram skýra stefnu um að ekki verði gefinn neinn afsláttur af umferðaröryggi, leggja áherslu á að umferðaröryggi hjólandi vegfarenda verður einungis tryggt með hjólreiðastígum meðfram vegi. Ekki er boðlegt að láta hjólandi vegfarendur fara inn á hraðbraut. Þar sem ferðamenn nota hjól í sívaxandi mæli sem samgöngutæki ætti það að vera hlutverk Vegagerðarinnar að skipuleggja hjólreiðastíga meðfram helstu vegum landsins til þess að tryggja öryggi hjólreiðamanna. Mikilvægt er að Vegagerðin leggi áherslu á þennan þátt og geri ráð fyrir hjólreiðastígum í hönnun vegarins og framkvæmdaáætlun.
Selfossi 4. mars 2009.
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi og Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum.
Bæjarráð samþykkir umsögnina.
Erindi til kynningar
5. 0902171 - Drög að samningi við SS um makaskipti á landi við Fossnes og við Guðbjörgu Eddu Árnadóttur vegna makaskipta á landi Bjargs
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum.
6. 0902165 - Áætlun Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga um úthlutun framlaga fjárhagsárið 2009
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:35
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir