132. fundur bæjarráðs
132. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 12. mars 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um stofnun undirbúningshóps um Ölfusársetur. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0903005 - Fundagerð Framkvæmda- og veitustjórnar
154.fundur haldinn 4.mars
-liður 5, 0903008, framkvæmdir við Tryggvagötu, bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmda- og veitustjórnar um að hafnar verði framkvæmdir við Tryggvagötuna. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að gera verðkönnun vegna verksins.
Fundargerðin staðfest.
2. 0901098 - Fundargerð fræðslunefndar
2.fundur haldinn 5.mars
-liður 1, 0903027, meðferð eineltismála í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu Árborg, bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd að ofbeldi og einelti eiga ekki að líðast og harmar það að börnum líði illa vegna eineltis sem þau verða fyrir.
Bæjarráð þakkar engu að síður þá góðu vinnu sem innt er af hendi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins vegna þessara mála.
Fundargerðin staðfest.
3. 0903025 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar
20.fundur haldinn 5.mars
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
4. 0901136 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
168.fundur haldinn 18.febrúar
Fundargerðin lögð fram.
5. 0807019 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2008
90.fundur haldinn 19.september
91.fundur haldinn 3.desember
92.fundur haldinn 16.desember
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði að fundargerðir ættu að berast fyrr, 6 mánuðir eru liðnir frá því að fyrstu fundir voru haldnir.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Nauðsynlegt er að byggðasamlög og stofnanir í eigu sveitarfélaganna sendi fundargerðir sínar til sveitarfélaga um leið og þær liggja fyrir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við framkvæmdastjóra stofnana og byggðasamlaga vegna þessa.
Fundargerðin lögð fram.
6. 0902086 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2009
93.fundur haldinn 6.febrúar
Fundargerðirnar lagðar fram.
7. 0902075 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Árnessýslu 2009
1.fundur haldinn 30.janúar
2.fundur haldinn 12.febrúar
Fundargerðirnar lagðar fram.
8. 0812035 - Fundargerðir fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu
70.fundur haldinn 18.nóvember
71.fundur haldinn 16.desember
Fundargerðin var lögð fram.
Almenn erindi
9. 0706077 - Aðgengismál fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg - tillaga um gerð áætlunar
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Framkvæmda- og veitusviði Árborgar í samvinnu við umhverfis- og skipulagsnefnd verði falið að gera sérstaka áætlun fyrir yfirstandandi ár um viðhald og endurbætur á göngustígum, gangstéttum og opnum svæðum í Árborg með aðgengi allra að leiðarljósi. Áætlunin taki mið af fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2009 og liggi fyrir 1. apríl svo framkvæmdir skv. henni geti hafist sem fyrst. Leitað verði liðsinnis fulltrúa Sjálfsbjargar á Suðurlandi og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi.
Einnig verði áætlaðri úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu skv.. samþykkt bæjarráðs í október 2007 frestað um óákveðinn tíma.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Gott er að nú verði ráðist í að gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra utandyra. Rétt er að benda á að Elfa Dögg Þórðardóttir bæjarfulltrúi D-lista lagði fram tillögu um aðgengismál fatlaðra í skipulags- og byggingarnefnd þann 14. júní 2007 sem vísað var svo í með samhljóða samþykkt bæjarráðs frá 21. júní sama ár þar sem segir:
„Bæjarráð leggur áherslu á að aðgengismál í sveitarfélaginu séu til fyrirmyndar og felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að vinna kostnaðaráætlun við gerð úttektar á aðgengismálum í Sveitarfélaginu Árborg fyrir 15. ágúst 2007"
Síðan hafa liðið 19 mánuðir og hafa engar skýringar verið gefnar á þeim drætti.
10. 0903004 - Erindi Stangveiðifélags Reykjavíkur um netauppkaup og fiskrækt á Hvítár-Ölfusársvæðinu
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarfulltrúa, óskað er eftir að umsögn liggi fyrir fyrir 134. fund.
11. 0712054 - Beiðni Tindaborga ehf um endurskoðun á geymslufé vegna verksins grunnskólinn Stokkseyri
Bæjarráð hafnar erindinu.
12. 0901015 - Tilboð í afnot af kjallara Sundhallar Selfoss vegna líkamsræktaraðstöðu í Sundhöll Selfoss
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
13. 0903032 - Lóðarumsókn - beiðni Stafnhúsa ehf um svæði aðliggjandi Eyrargötu 51-53
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.
14. 0810051 - Tilboð í Skólavelli 3
Lögð voru fram tilboð í fasteignina Skólavelli 3.
Bæjarráð hafnar öllum tilboðum, enda teljast þau ekki viðundandi.
15. 0808021 - Húsnæðismál Sunnulækjarskóla
Lögð var fram samþykkt af fundi starfshóps um stefnumótun um framtíðaruppbygginu skólahúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg þann 9. febrúar 2009:
Frá því að tillögur starfhóps um framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg voru kynntar starfsfólki, foreldrum og nemendum hafa farið fram miklar umræður og skoðanaskipti í skólasamfélaginu. Almennur vilji var meðal þeirra sem tjáðu sig um tillögurnar að betri kostur væri að þrengja að starfsemi skólans en að flytja nemendur milli skóla í sveitarfélaginu eins og starfshópurinn mælti með við fræðslunefnd Árborgar.
Í ljósi þessara umræðna og viljayfirlýsinga, jafnt á opnum foreldrafundum sem starfsmannafundum, og umsagna sem borist hafa skólanefnd dregur starfshópur um stefnumótun um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja til baka tillögu um að nemendur úr skólahverfi Sunnulækjarskóla ljúki tveimur síðustu bekkjum grunnskólans í Vallaskóla.
Þess í stað gerir stefnumótunarhópurinn það að tillögu sinni að skólaráð og foreldrafélag Sunnulækjarskóla, fræðslunefnd Árborgar og bæjarstjórn Árborgar sammælist um að skólahald í Sunnulækjarskóla miði að því að taka á móti nemendum í 1. - 10. bekk eins og áformað var í því húsnæði sem skólinn býr við í dag.
Samkomulagið taki til eftirfarandi þátta:
- Á skólaárunum 2009-2010 og 2010- 2011 verði skólahald með óbreyttu sniði og teknir inn í núverandi húsnæði Sunnulækjarskóla nemendur úr árgangi 2003 og 2004
- Ekki verði gert ráð fyrir sérstökum fjárveitingum til skólans vegna viðbygginga/uppsetningar lausra kennslustofa og/eða breytinga á húsnæði skólans næstu tvö árin
- Nýttur verði búnaður sem er ekki notaður hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins til skólastarfs í Sunnulækjarskóla
- Bæði skólaárin, þ.e. 2009-2010 og 2010-2011, verði öllum foreldrum/forráðamönnum barna í skólahverfi Sunnulækjarskóla skrifað bréf og boðið að flytja börn sín yfir í Vallaskóla með það að markmiði að létta á þeim fjölda sem þarf að koma fyrir í húsnæði Sunnulækjarskóla
- Settar verði reglur um innritun í grunnskóla Árborgar, sbr. 18. gr. grunnskólalaga
Bæjarráð samþykkir tillöguna og þakkar þeim sem komu að málinu.
16. 0812164 - Tillaga um undanþágu á reglum um breytingar á dvalartíma o.fl.
Bæjarráð samþykkir svohljóðandi breytingu á reglunum:
Foreldrar sem eiga börn á leikskólum Árborgar og eru atvinnulausir geta óskað eftir undanþágu frá reglum um breytingar á dvalartíma o.fl., ef breyting verður á atvinnuþátttöku foreldra.
Umsóknum skal beint til Kristínar Eiríksdóttur, leikskólafulltrúa, á netfangið kristin@arborg.is, eða bréflega í Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi.
Tillaga að breyttum reglum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
17. 0809163 - Ölfusársetur - tillaga um stofnun undirbúningshóps
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Ölfusársetur - stofnun undirbúningshóps.
Bæjarráð Árborgar samþykkir að skipa þriggja manna undirbúningshóp að stofnun Ölfusárseturs á Selfossi.
Verkefni hópsins verði að kanna möguleika þess að opna sem fyrst vísi að Ölfusársetri og þróa hugmyndir að öflugu setri sem sýni á fjölbreyttan hátt hversu mikill áhrifavaldur Ölfusáin er og hefur verið um alla tíð fyrir byggð og náttúrufar á svæðinu. Undirbúningshópurinn kanni mögulega staðsetningu / staðsetningar fyrir setrið og leiti styrkja til að þróa verkefnið. Hópurinn verði skipaður þremur fulltrúum sem hefji vinnu strax og skili fyrstu hugmyndum sínum eins fljótt og unnt er en eigi síðar en 15. apríl n.k..
Kostnaður sem falla kann til vegna þessara fyrstu skrefa í undirbúningi skal fyrirfram samþykktur af bæjarstjóra og mætt innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
18. 0802166 - Samningur við Askar Capital
Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Askar Capital um áhættustýringu vegna skuldahöfuðstóls.
Erindi til kynningar
19. 0903031 - Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélag og gatnagerðagjald
Lagt fram.
20. 0812178 - Samningur við Aicon vegna vefumsjónarkerfis fyrir Sveitarfélagið Árborg
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:19
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir