Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.3.2013

132. fundur bæjarráðs

132. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. mars 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfi Létts ehf vegna páskaballa í Hvítahúsinu, kauptilboð í Kerhóla 2-4 og húsaleigusamning vegna Tryggvaskála. Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

30. fundur haldinn 14. mars

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

3. fundur haldinn 13. mars

 

-liður 4, 1303043, málefni Byggðasafns Árnesinga.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður tekur undir nauðsyn þess að koma verði eignum sveitarfélagsins sem ekki hafa fengið nauðsynlegt viðhald í viðunandi ástand sem allra fyrst.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1303027 - Fundir stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra

 

1. fundur haldinn 25. janúar 2 .fundur haldinn 7. mars Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra, dags. 7. mars 2013.

 

Lagt fram.

Bæjarráð staðfestir samning sveitarfélagsins við stjórn þjónustusvæðis Suðurlands vegna málefna fatlaðra.

 

   

4.

1303083 - Fundargerð Byggðasafns Árnesinga

 

17. fundur haldinn 5. mars

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013

 

Tillaga um að fundur bæjarráðs á skírdag, 28. Mars, falli niður

 

Bæjarráð samþykkir að fundur bæjarráðs á skírdag, 28. mars, falli niður.

 

   

6.

1303074 - Erindi Skokkhóps Hamars, Frískra Flóamanna og heilsueflingarteymis starfsmanna HNLFÍ um heilsustíg milli Hveragerðis og Selfoss

 

Bæjarráð þakkar fyrir áhugann. Verið er að vinna að mörgum málum varðandi stígagerð í sveitarfélaginu. Rétt er að vekja athygli Vegagerðarinnar á þessu máli og að það verði skoðað samhliða framtíðarlegu Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss.

 

   

7.

1003170 - Tillaga að lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Árborg

 

Drög lögð fram. Samþykkt að taka þau til umræðu á næsta fundi,

 

   

8.

1303096 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning

 

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra.

 

   

9.

1303097 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga

 

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra.

 

   

10.

1303103 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu

 

Lagt fram.

 

   

11.

1303099 - Erindi Bókaútgáfunnar Tinds um verkefnið íslensk bæjarfjöll

 

Framkvæmdastjóra er falið að svara bréfritara.

 

   

12.

1303119 - Málefni Golfklúbbs Selfoss

 

Rætt var um framtíðarmöguleika golfvallar Golfklúbbs Selfoss.

 

   

13.

1205038 - Staða á leigumarkaði

 

Í júlí í fyrra voru fréttir af því að selja ætti íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs til leigufélaga. Meðal annars er um að ræða þrjár heilar blokkir á Selfossi. Nú eru átta mánuðir liðnir og ekkert hefur gerst í málinu. Bæjarráð undrast seinagang enda er skortur á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

 

   

14.

1303164 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisveitingaleyfi - páskaböll í Hvíta húsinu

 

Bæjarráð heimilar lengdan opnunartíma til kl. 04 aðfaranótt 28. mars og 1. apríl.

 

   

15.

1303171 - Kauptilboð - fasteignin Kerhólar 2-4, lóð með sökkli

 

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.

 

   

16.

1004111 - Drög að leigusamningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála um Tryggvaskála

 

Farið var yfir drög að samningi. Samþykkt var að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að standa að rekstri í húsinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica