132. fundur bæjarráðs
132. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. mars 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfi Létts ehf vegna páskaballa í Hvítahúsinu, kauptilboð í Kerhóla 2-4 og húsaleigusamning vegna Tryggvaskála. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301009 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
30. fundur haldinn 14. mars |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
3. fundur haldinn 13. mars |
||
-liður 4, 1303043, málefni Byggðasafns Árnesinga. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður tekur undir nauðsyn þess að koma verði eignum sveitarfélagsins sem ekki hafa fengið nauðsynlegt viðhald í viðunandi ástand sem allra fyrst. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1303027 - Fundir stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra |
|
1. fundur haldinn 25. janúar 2 .fundur haldinn 7. mars Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra, dags. 7. mars 2013. |
||
Lagt fram. Bæjarráð staðfestir samning sveitarfélagsins við stjórn þjónustusvæðis Suðurlands vegna málefna fatlaðra. |
||
|
||
4. |
1303083 - Fundargerð Byggðasafns Árnesinga |
|
17. fundur haldinn 5. mars |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013 |
|
Tillaga um að fundur bæjarráðs á skírdag, 28. Mars, falli niður |
||
Bæjarráð samþykkir að fundur bæjarráðs á skírdag, 28. mars, falli niður. |
||
|
||
6. |
1303074 - Erindi Skokkhóps Hamars, Frískra Flóamanna og heilsueflingarteymis starfsmanna HNLFÍ um heilsustíg milli Hveragerðis og Selfoss |
|
Bæjarráð þakkar fyrir áhugann. Verið er að vinna að mörgum málum varðandi stígagerð í sveitarfélaginu. Rétt er að vekja athygli Vegagerðarinnar á þessu máli og að það verði skoðað samhliða framtíðarlegu Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. |
||
|
||
7. |
1003170 - Tillaga að lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Árborg |
|
Drög lögð fram. Samþykkt að taka þau til umræðu á næsta fundi, |
||
|
||
8. |
1303096 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning |
|
Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra. |
||
|
||
9. |
1303097 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga |
|
Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra. |
||
|
||
10. |
1303103 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu |
|
Lagt fram. |
||
|
||
11. |
1303099 - Erindi Bókaútgáfunnar Tinds um verkefnið íslensk bæjarfjöll |
|
Framkvæmdastjóra er falið að svara bréfritara. |
||
|
||
12. |
1303119 - Málefni Golfklúbbs Selfoss |
|
Rætt var um framtíðarmöguleika golfvallar Golfklúbbs Selfoss. |
||
|
||
13. |
1205038 - Staða á leigumarkaði |
|
Í júlí í fyrra voru fréttir af því að selja ætti íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs til leigufélaga. Meðal annars er um að ræða þrjár heilar blokkir á Selfossi. Nú eru átta mánuðir liðnir og ekkert hefur gerst í málinu. Bæjarráð undrast seinagang enda er skortur á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. |
||
|
||
14. |
1303164 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisveitingaleyfi - páskaböll í Hvíta húsinu |
|
Bæjarráð heimilar lengdan opnunartíma til kl. 04 aðfaranótt 28. mars og 1. apríl. |
||
|
||
15. |
1303171 - Kauptilboð - fasteignin Kerhólar 2-4, lóð með sökkli |
|
Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu. |
||
|
||
16. |
1004111 - Drög að leigusamningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála um Tryggvaskála |
|
Farið var yfir drög að samningi. Samþykkt var að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að standa að rekstri í húsinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |