Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
46. fundur haldinn 6. desember |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1801005 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
47. fundur haldinn 9. janúar |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
3. |
1704014 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss
3-1704014 |
|
4. fundur haldinn 28. nóvember |
|
-liður 1, gegnumakstur um bílaplan við Hornið. Bæjarráð bendir lóðarhafa á að leita leiða til að takmarka gegnumakstur.
-liður 2, umferð um lóð Austurvegar 6,8 og 10, bæjarráð bendir á að umræddar akstursleiðir eru innan einkalóðar. Einstefna á svæðinu er í samræmi við umferðarskipulag og vandséð að heppilegra sé að hafa hana með öðrum hætti.
-liður 3, breikka Árveg. Bæjarráð bendir á að Árvegur er í fullri breidd, en ekki er bannað að leggja meðfram götunni.
-liður 4, hvatning til bæjarráðs að sýna HM í fótbolta á stórum skjá. Bæjarráð mun taka vel í umleitan framtakssamra aðila komi til þess að beiðni berist um að setja upp stóran skjá.
-liður 5, settar verði stórar ruslatunnur á ákveðin svæði. Bæjarráð vísar því til framkvæmda- og veitustjórnar hvort fjölga skuli tunnum.
-liður 6, gangbraut við hundasleppisvæðið. Bæjarráð beinir erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
-liður 7, hafa ráðningarskrifstofu í bænum. Bæjarráð telur rekstur ráðningarskrifstofu ekki falla undir verkefni sveitarfélaga, en bendir á að Vinnumálastofnun annast miðlun starfa.
-liður 8, bæta lýsingu við umferðarljósin við Engjaveg/Tryggvagötu. Bæjarráð vísar því til framkvæmda- og veitustjórnar að skoða lýsingu við gangbrautir almennt.
-liður 9, flokkunarkerfi á sorpi í grunnskólana. Bæjarráð vísar í minnisblað um stöðu málsins sem lagt var fram í fræðslunefnd á síðasta fundi.
-liður 10, stækka svæðið við Stóra-Hól. Trjágróður við hólinn hefur m.a. þann tilgang að tryggja öryggi, s.s. að börn renni sér ekki niður hólinn á svæðum þar sem stutt er út á Langholt. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. |
1712158 - Einelti í grunnskólum |
|
Almenn umræða um eineltismál |
|
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, kom inn á fundinn. Rætt var almennt um einelti í skólum, verklag og niðurstöður kannana. Umræða varð um hvernig gera megi enn betur í eineltisforvörnum og viðbrögðum við einelti í sveitarfélaginu. Óskað er eftir frekari upplýsingum fyrir 134. fund bæjarráðs úr ungmenna-, frístunda- og skólastarfi sem grundvöll að frekari umræðu og aðgerðum. |
|
|
|
5. |
1801085 - Tækifærisleyfi - Selfossþorrablót 2018
5-1801085 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. janúar, þar sem óskað ef eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Vallaskóla vegna Selfossþorrablóts 20. janúar nk. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
6. |
1712063 - Lagning nýs göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi |
|
Kaup á landi úr Litlu- og Stóru- Sandvík, Stekkum og Geirakoti til lagningar göngu- og hjólastígs. |
|
Bæjarráð samþykkir kaup á 3.682,6 fermetra spildu úr landi Stóru Sandvíkur, 2.844,7 fermetra landspildu úr landi Litlu Sandvíkur, 4.031,4 fermetra spildu úr landi Geirakots og 9.637,5 fermetra spildu úr landi Stekka vegna lagningar á göngustíg meðfram Eyrarbakkavegi, í samræmi við tilboð sem liggja fyrir fundinum. Bæjarráð felur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, að rita undir kaupsamning og afsal. |
|
|
|
7. |
1801084 - Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
7-1801084 |
|
Bréf frá verkefnastjórn sorpsamlaganna, dags. 30. október sl., þar sem óskað eftir samstarfi um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi og er óskað eftir að bæjarstjórnir tilnefni fulltrúa til samstarfsins. |
|
Bæjarráð tilnefnir Örnu Ír Gunnarsdóttur til setu í starfshópnum. |
|
|
|
8. |
1606089 - Umhverfisstefna
8-1606089 |
|
Tilboð í gerð umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. |
|
Lagt var fram tilboð Stefáns Gíslasonar í vinnu við gerð umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Bæjarráð felur undirbúningshópi sem stofnaður var vegna útboðs á sorphirðu að vinna að verkefninu með Stefáni í samráði við þær nefndir sem fara með málaflokkinn og starfsmenn á sviðinu. |
|
|
|
9. |
1801100 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð í Eyrarbakkafjöru
9-1801100 |
|
Beiðni frá Óskari Erni Vilbergssyni, dags. 11. janúar, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð í landi Árborgar við Eyrarbakka. |
|
Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði til sex mánaða fyrir svæði fyrir fyrirhugaða verksmiðju. |
|
|
|