Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1801006 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 |
|
46. fundur haldinn 17. janúar
Fylgigögn skip og bygg 1 hluti
Fylgigögn skip og bygg 2 hluti |
|
-liður 2, 1712152, beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest.
-liður 3, 1801092 beiðni um breytingar á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1801003 - Fundargerðir fræðslunefndar 2018 |
|
39. fundur haldinn 18. janúar
2. fylgigögn fræðslunefndar |
|
-liður 3, 1801066, beiðni um styrk vegna útgáfu bókarinnar Transbarnið, umsækjandi Trausti Steinsson. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um 200.000 kr. styrk til útgáfu bókarinnar.
-liður 6, 1801044 verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands, reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1801135 - Atvinnumál - afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi
3- 1801135 |
|
Beiðni frá Sæbýli ehf, dags. 16. janúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum vegna sæbjúgnaeldis. |
|
Bæjarráð samþykkir styrk til Sæbýlis vegna kaupa á heitu vatni fyrir árið 2018 sem nemur 25% afslætti frá gjaldskrá Selfossveitna í samræmi við reglur um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar. |
|
|
|
4. |
1801146 - Fablab smiðja við FSu
4-1801146 |
|
Tillaga um aðkomu sveitarfélaga að stofnun Fablab smiðju við FSu. |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið miðað við að gerður verði samningur um þriggja ára verkefni með aðkomu sveitarfélaganna. |
|
|
|
5. |
1801166 - Lénið Selfoss.is
5-1801166 |
|
Bæjarráð afturkallar vilyrði til Más Ingólfs Mássonar vegna afnota af léninu www.selfoss.is og samþykkir að nýta lénið til kynningarmála fyrir sveitarfélagið í samræmi við ráðleggingar ráðgjafa í tengslum við stefnumótun í ferðamálum. |
|
|
|
6. |
1801177 - Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka
6-1801177 |
|
Tillaga frá Örnu Ír Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista, um að greiðslur til íþróttafélaga og félagasamtaka verði skilyrtar. |
|
Svf. Árborg áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Svf. Árborg styrkir hafa jafnréttisáætlanir, sýna fram á að farið sé eftir þeim og að aðgerðaráætlun sé skýr. Svf. Árborg hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Tillagan var samþykkt samhljóða. Menningar- og tómstundafulltrúa er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur. |
|
|
|
7. |
1801181 - Rekstrarleyfisumsögn - Eldhúsið
7-1801181 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 22. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi, veitingar í flokki II. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
8. |
1801182 - Samningur um reiðvegagerð í Árborg 2019-2024
8-1801182 |
|
Beiðni reiðveganefndar Sleipnis, dags. 22. Janúar, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um uppbyggingu reiðvega í Árborg. |
|
Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um reiðvegagerð til fimm ára í samræmi við erindið. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
9. |
1801145 - Aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu í opinberum innkaupum
9-1801145 |
|
Kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum. Skýrsla Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi 2017. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|