Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.3.2009

133. fundur bæjarráðs


133. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 19. mars 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V) Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista (B) Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D) Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að leitað yrði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um að Intrum verði falin innheimta skuldar Miðjunnar ehf. Beiðnin var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eyþórs Arnalds, D-lista. Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu: Eðlilegt er að mál sem er margþætt og flókið komi inn með eðlilegum fyrirvara sem dagskrárliður á dagskrá bæjarráðs. Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu: Ég óska eftir að þetta máli verði tekið fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar:

 

1. 0901024 - Fundargerð félagsmálanefndar 2009 37.fundur haldinn 9.mars -liður 1 0412036, reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur, bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að ríkið standi við skuldbindingar sínar hvað varðar framlög til greiðslu sérstakra húsaleigubóta á þessum erfiðu tímum. -liður 2, 0801066, gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg, bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskránni. -liður 3, 0901042, reglur um lögmannskostnað í barnaverndarmálum, lagt var til að bæjarráð samþykki reglurnar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar:

 

2. 0903072 - Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga 2009 147.fundur haldinn 2.mars 148.fundur haldinn 9.mars Lagðar fram.

 

Almenn erindi

 

3. 0903040 - Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Hestamannafélagsins Sleipnis Bæjarráð vísar ályktuninni til Fjölskyldumiðstöðvar til umsagnar varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu náms í hestaíþróttum, umsögnin liggi fyrir eigi síðar en fyrir 136. fund.
4. 0901075 - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í nefnd um uppbyggingu á landi Laugardæla Bæjarráð tilnefnir Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra, til setu í nefndinni.
5. 0903055 - Rekstrarleyfisumsókn - heimagisting í Geirakoti Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
6. 0901015 - Líkamsræktaraðstaða í Sundhöll Selfoss Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Nautilus um líkamsræktaraðstöðu í kjallara Sundhallar Selfoss. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fram drög að samningi í samráði við bæjarritara.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði: Stefna ber að langtímaaðstöðu en hér er um skammtímalausn að ræða, mikilægt er að ekki sé hvikað frá þeirri stefnumörkun að bæta aðstöðu Sundhallar Selfoss. Endanleg afstaða til samnings þessa verður að bíða þess að hann verði tekinn fyrir í bæjarráð eins og tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Nautilus óskaði eftir að fá aðstöðu í kjallara Sundhallar Selfoss. Í framhaldi af því var óskað tilboða frá þremur aðilum í aðstöðuna, World Class, Nautilus og Toppsport. Við mat íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála á tilboðunum tveimur sem bárust frá Toppsport og Nautilus leggja þeir til að gengið verði til samninga við Nautilus þar sem þeirra tilboð er hagkvæmara fyrir sveitarfélagið og einnig fyrir hinn almenna notanda.

7. 0812079 - Ósk frá Samtökum verslunar og þjónustu í Árborg um lénið www.selfoss.is Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarritara að skoða málið..
8. 0903069 - Lántökur 2009 Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna endurbyggingu hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu við Tryggvagötu ásamt uppbyggingu á íþróttavellinum við Engjaveg, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ragnheiði Hergeirsdóttur, kt. 280662-4619, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi trausta lausafjárstöðu.

9. 0903074 - Stofnun lögbýlis á jörðinni Hólum landnr. 206363 Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar.
10. 0903004 - Friðunar- og fiskræktarverkefni á Hvítár-Ölfusársvæðinu Áður á dagskrá 132.fundi 12.mars sl. Sveitarfélagið Árborg er eigandi jarðanna Óseyrarness, Flóagafls og Hellis/Fossness og hefur ekki leyft netaveiði frá jörðum sínum undanfarin ár. Telur bæjarráð að með þeirri ákvörðun sé stuðlað að viðhaldi og vexti stórlaxastofnsins á Hvítár/Ölfusár svæðinu. Jafnframt vill bæjarráð hvetja aðra veiðiréttarhafa til að draga sem mest úr netaveiði.
Erindi til kynningar

 

11. 0903038 - Samþykktir af aðalfundi 2009 Félags eldri borgara á Selfossi Bæjarráð þakkar Félagi eldri borgara gott og málefnalegt samstarf í gegnum tíðina. Mikilvægt er að sveitarfélagið og Félag eldri borgara standi saman vörð um uppbyggingu þjónustu fyrir eldra fólk.
12. 0903036 - Forvarnardagurinn 2009 Bæjarráð hvetur þá aðila sem koma að forvörnum til að nýta sér skýrsluna frá forvarnardeginum 2008 við forvarnarstarf. Mikilvægi forvarna er ótvírætt, ekki síst í þeim efnahagsþrengingum sem margar fjölskyldur búa nú við.
13. 0903071 - Framkvæmdir við íþróttamannvirki - endurgreiðsla virðisaukaskatts Bæjarráð felur fjármálastjóra að kanna hvaða áhrif breytingar á reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts hafa fyrir sveitarfélagið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Jón Hjartarson                         Þorvaldur Guðmundsson Eyþór Arnalds                         Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica