134. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
134. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 25.október 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi. |
Mættir: |
|
Snorri Finnlaugsson |
Ari Thorarensen |
Þorvaldur Guðmundsson |
Óli Rúnar Eyjólfsson |
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri |
Gylfi Þorkelsson |
Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð |
|
|
|
Dagskrá: |
1. |
Lóðamál SS |
|
Framkvæmdastjóri kynnti meginatriði í samningsmálum milli SS og Sveitarfélagsins Árborgar í lóðamálum fyrir utan á. Framkvæmdastjóra var falið að vinna áfram að málinu og kynna stjórn tillögur í framhaldi. |
2. |
Verkefnalisti |
|
Framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti lista um verkefni í gatna- og stígagerð í Árborg. Framkvæmdastjóra falið að forgangsraða verkum á næstu 3 ár og kynna fyrir stjórn |
3. |
Fráveituáætlun |
|
Framkvæmdastjóri kynnti endurskoðaða fráveituáætlun til næstu tveggja ára og sagði frá því sem þarf að gera áður en hönnun, útboð og framkvæmd eiga sér stað. |
4. |
Tónlistarskóla Árnesinga |
|
Framkvæmdastóri sagði frá athugun sem gerð var á hljóðvist í tónlistarskóla-byggingunni, Niðurstaða athugunar er sú að skólinn standist þær kröfur sem gerðar eru til húsnæðisins. Einhver truflun er frá slagverki og er það má til skoðunar. Framkvæmdastjóra var falið að ræða við skólastjóra um lausnir
|
5. |
Borun rannsóknarholu |
|
Framkvæmdastjóri sagði frá því að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sé tilbúið að bora rannsóknaholu á svæði við Ósabotna. Gert er ráð fyrir um 1.400m borholu sem verður fóðruð um 400 m. Ákveðið var að framkvæmdastjóri gangi til samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og leggi fyrir stjórn. |
6. |
Önnur mál. |
|
|
a) |
Þróun og breyting á Framkvæmda- og veitusviði. Framkvæmdastjóri kynnti þróun og breytingar á framkvæmda- og veitusviði |
|
b) |
Framkvæmdastjóri lagði fram svohljóðandi svar við fyrirspurn frá Gylfa Þorkelssyni frá síðasta fundi. Endurskipulagning á framkvæmda- og veitusviði:Á árinu 2005 og fram á árið 2006 var unnið að breytingum á starfsfyrirkomulagi sviði skipulags- og byggingarmála. Niðurstaða þeirra vinnu kom fram í tillögu að breytingum sem lögð var fyrir þáverandi bæjaryfirvöld kringum áramótin s.l. Málið var komið í tillögugerð fyrir bæjarstjórn en var frestað í apríl s.l. Megin inntak breytinganna var uppskipting á skipulags- og byggingarsviði í tvennt, annars vegar í skipulagsmál og landnýtingu og hinsvegar byggingarþjónustu. Eftir að ný bæjaryfirvöld tóku við var ljóst að ekki hafði orðið breyting á því viðhorfi að rétt væri að endurskoða starfsskipulag á skipulags- og byggingarsviði. Því til viðbótar var vinnuhópurinn, sem haldið hefur áfram vinnu við endurskipulagningu, sammála um að skoða einnig önnur starfssvið rekstrarheildarinnar og meta hvort ákjósanlegt væri að gera þar breytingar. Þær breytingar sem vinnuhópurinn sér fyrir sér á skipulags- og byggingarsviði eru í megindráttum þær sömu og sáu dagsins ljós á vordögum þessa árs. Vinna með aðra þætti endurskipulagningar er enn í mótun en markmið vinnuhópsins er að skilgreina ábyrgð með skýrari hætti en verið hefur, afmarka starfssvið betur og tryggja samfellu í starfseminni. Áætlað er að vinnu ljúki um mánaðarmót nóv/des og að nýtt skipulag geti tekið gildi 1. janúar á nýju ári. |
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:40 |