134. fundur bæjarráðs
134. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
26. fundur haldinn 4. apríl |
||
-liður 5, mál nr. 1304003, reglur um félagslega liðveislu. Bæjarráð staðfestir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
225. fundur haldinn 26. mars |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1303238 - Viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar 2013 |
|
Staða mála |
||
Bæjarráð samþykkir að ráðast í heildarendurbætur á húsinu og vísar nánari útfærslu á því til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
|
|
4. |
1304084 - Milliuppgjör 2013 |
|
Yfirlit yfir útsvarstölur og Jöfnunarsjóð |
||
Lögð fram yfirlit yfir fyrstu þrjá mánuði ársins. |
||
|
||
5. |
1304115 - Kæra Gámaþjónustunnar sf. til Samkeppniseftirlitsins vegna innleiðingar á bláum endurvinnslutunnum í sveitarfélögum |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu. |
||
|
||
6. |
1304161 - Laun vegna vinnuskóla, tillaga að breytingum á taxta |
|
Bæjarráð samþykkir hækkun á launatöxtum sem hér segir: 14 ára fái 430 kr. á tímann, 15 ára fái 514 kr. á tímann, 16 ára fái 645 kr. á tímann, Bæjarráð samþykkir jafnframt að framvegis verði taxtinn tengdur við launaflokk 115-1, 14 ára verði með 33% af viðmiðunarflokki, 15 ára með 39,4% af viðmiðunarflokki og 16 ára með 49,5% af viðmiðunarflokki. Kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
7. |
1304162 - Rekstrarsamningur íþróttavallasvæðis við Engjaveg 2013 |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
||
|
||
8. |
1304134 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Heiðmörk 1a, Selfossi |
|
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir. |
||
|
||
9. |
1304135 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Cafe Corazón, Austurvegi 40b |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
10. |
1211126 - Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Lögð fram drög að fyrstu 15 greinum nýrra samþykkta til umræðu og yfirferðar. |
||
|
||
11. |
1304116 - Erindi Félags eldri borgara um lóð undir byggingu til hagsbóta fyrir eldri borgara |
|
Bréfið var lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um skipulag Mjólkurbúshverfis. |
||
|
||
12. |
1304082 - Íbúafjöldi í Árborg |
|
Lagðar voru fram upplýsingar um íbúafjölda. Íbúar voru 7.832 1. apríl sl. en voru 7.815 fyrir ári síðan. |
||
|
|
|
13. |
1303011 - Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði |
|
Lagt fram. |
||
|
||
14. |
1304083 - Staða á vinnumarkaði febrúar 2013 |
|
Lagðar voru fram tölur frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi í febrúar 2013. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Hagstofu Íslands um atvinnuleysi í Árborg. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Eyþór Arnalds |
|
Ari B. Thorarensen |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Ásta Stefánsdóttir |