134. fundur bæjarráðs
134. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 26. mars 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Jón Hjartarson, formaður, V-lista Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um tvöföldun Suðurlandsvegar. Var það samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar:
1. 0901067 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands 113.fundur haldinn 16.mars Lagt fram.
2. 0901199 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands 117.fundur haldinn 17.mars Lagt fram.
3. 0901052 - Fundargerð stjórnar SASS 422.fundur haldinn 19.mars -liður 7, ný vegaskrá, bæjarráð tekur undir álit stjórnar SASS um að gildistöku vegaskrár verði frestað þar til kostnaðarmat hefur farið fram og samkomulag við sveitarfélög liggur fyrir. Lagt fram.
Almenn erindi
4. 0508068 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um innheimtu skuldar Miðjunnar ehf Lögð var fram svohljóðandi tillaga: Bæjarráð samþykkir að fela Intrum innheimtu á 45 milljón króna gjaldfallinni skuld Miðjunnar ehf. við sveitarfélagið. Greinargerð: Samkvæmt 4. gr. samnings sveitarfélagsins Árborgar við Miðjuna ehf frá 5. apríl 2006 ber einkahlutafélaginu að greiða sveitarfélaginu 45 milljónir króna 90 dögum eftir að deiliskipulag hefur verið samþykkt. Nú er liðið hálft ár án þess að greiðsla hafi borist og er því löngu tímabært að hefja innheimtu á þessari skuld með dráttarvöxtum. Erfið staða bæjarsjóðs og miklar lántökur gera það að verkum að sveitarfélagið verður að halda vel á viðskiptakröfum sínum.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eyþórs Arnalds, D-lista.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, gerð grein fyrir atkvæði meirihlutans: Viðræður standa enn yfir við forsvarsmenn Miðjunnar um lausn málsins. Ákvörðun verður tekin þegar niðurstaða liggur fyrir í þeim viðræðum.
5. 0903112 - Beiðni Samgönguráðuneytisins um umsögn um sameiningu atvinnusvæða fyrir leigubifreiðastjóra í eitt takmörkunarsvæði, Árborg, Flóahrepp og Hveragerði auk Ölfuss Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
6. 0903111 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2009, fundarboð Jón Hjartarson er aðalfulltrúi Árborgar á fundinn, Helgi S. Haraldsson til vara. Umboð þess efnis var útfyllt á fundinum.
7. 0903120 - Sala ríkissjóðs á Eyrargötu 36 Eyrarbakka Bæjarráð heimilar söluna fyrir sitt leyti.
8. 0903119 - Sala ríkissjóðs á Eyjaseli 2 Stokkseyri Bæjarráð heimilar söluna fyrir sitt leyti.
9. 0902171 - Samningur við SS um makaskipti á landi við Fossnes og við Guðbjörgu Eddu Árnadóttur vegna makaskipta á landi Bjargs Bæjarráð staðfestir samningana.
10. 0902028 - Samningur vegna byggingu reiðhallar á hesthúsasvæðinu á Selfossi Bæjarráð staðfestir samninginn.
11. 0902104 - Sala landspildna 2009 Eitt tilboð barst í landspildurnar Borg II og III og Stóra-Hraun IV. Bæjarráð hafnar tilboðinu enda felur það ekki í sér ákveðið kaupverð. Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsnefnd að gera tillögu um nýtingu spildnanna.
12. 0903133 - Ályktun um nýtingu orku í heimabyggð Lögð var fram svohljóðandi tillaga að ályktun: Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að sú orka sem framleidd er á Suðurlandi sé nýtt á Suðurlandi.
Greinargerð: Bæjarráð leggur áherslu á að bæði orkuöflun og orkunýting sé sjálfbær og miði að því að styðja við atvinnuþróun á Suðurlandi, og er þá sérstaklega litið til atvinnuuppbyggingar í landbúnaði/gróðurhúsaræktun, ferðaþjónustu, hátækniiðnaði, stórra orkunotenda og stuðli að uppbyggingu sem víðast um Suðurland.
13. 0903135 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um matjurtareiti í Árborg Lögð var fram svohljóðandi tillaga: Bæjarráð samþykkir að bjóða íbúum Árborgar aðgang að matjurtagörðum og felur sérfræðingi umhverfismála í samvinnu við framkvæmda- og veitusvið að vinna frekar að málinu.
Greinargerð: Aukinn áhugi er hjá einstaklingum að hafa aðgang að matjurtarreitum og hafa sveitarfélög skoðað þennan möguleika þannig að reitirnir séu á kostnaðarverði. Hver reitur mætti vera 15-30m2 að stærð. Með þessu er verið að nýta sérstöðu Árborgar og koma til móts við þarfir íbúanna á krefjandi tímum.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Aðstaða af þessu tagi hefur verið í boði í garðlöndum við Eyrarbakka undanfarin ár. Um er að ræða mjög gott mál og er athygli vakin á því að undirbúningur að þessu verkefni er þegar hafinn.
14. 0901031 - Bókun vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Bæjarráð fagnar þeirri niðurstöðu að þjónustustig Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldist óbreytt og þeim áformum að styrkja enn frekar nærþjónustu stofnunarinnar. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með þá samráðsaðferð sem viðhöfð var við ákvarðanatökuna.
15. 0504045 - Bókun um Suðurlandsveg Bæjarráð Árborgar fagnar mikilvægum áfangasigri varðandi tvöföldun Suðurlandvegar og vegabætur á Suðurlandsvegi þar sem ákveðið hefur verið að bjóða út fyrsta áfanga tvöföldunar vegarins. Mikilvægt er að greiðlega gangi að bjóða út verkið á þessum erfiðu tímum.
Erindi til kynningar
16. 0903086 - Erindi frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi um öryggismál sund- og baðstaða á Íslandi Bæjarráð vekur athygli á því að ekki hefur verið dregið úr þjónustu á þessu sviði í Sveitarfélaginu Árborg. Þá hefur verið samin metnaðarfull forvarnarstefna og aðgerðaáætlun sem unnið er eftir á sundstöðum sem og í öðrum stofnunum sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að auka aðsókn barna og ungmenna að sundstöðum með því að hafa frítt í sund fyrir þann hóp.
17. 0504045 - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun Suðurlandsvegur frá Hveragerði austur fyrir Selfoss. Lagt fram.
18. 0903085 - Ráðstefna - Menningarlandið maí 2009 Lagt fram.
19. 0903091 - Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2011 Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.
Jón Hjartarson Þorvaldur Guðmundsson Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir Ásta Stefánsdóttir