Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.2.2018

134. fundur bæjarráðs

134. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 1. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  36. fundur haldinn 24. janúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2.   1710009 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2-1710009
  Húsnæðisáætlun 2018-2025 fyrir Árborg
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.
     
3.   1712158 - Einelti í grunnskólum 3-1712158
  Minnisblað frá fræðslusviði vegna óskar bæjarráðs um upplýsingar um verklag og viðbrögð skóla og fleiri aðila í eineltismálum.
  Bæjarráð felur fræðslustjóra í samráði við menningar- og frístundafulltrúa og forvarnahóp sveitarfélagsins að vinna tillögu að áætlun til að auka enn frekar umræðu og forvarnir varðandi einelti og hvers kyns áreiti og ofbeldi í sveitarfélaginu.
     
4.   1801217 - Lífeyriskröfur Brúar vegna A deildar - stofnanir SASS 4-1801217
  Lagt fram yfirlit frá Brú lífeyrissjóði um skuldbindingar stofnana SASS
  Bæjarráð samþykkir að greiða hlutdeild sveitarfélagsins vegna lífeyrisskuldbindingar A deildar Brúar lífeyrissjóðs fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Menningarráð og Skólaskrifstofu.
     
5.   1802002 - Afsal af lóðunum - Austurvegur 51 og 53
  Bæjarráð staðfestir afsalið og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita afsalið.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica