Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.11.2006

135. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 


135. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mættir: Snorri Finnlaugsson                     
Ari Thorarensen
Þorvaldur Guðmundsson                          
Óli Rúnar Eyjólfsson
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri                
Gylfi Þorkelsson
Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð.

 

 


Dagskrá:

 

 


1.


Fráveituáætlun


 


Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður um fráveitukerfi framtíðarinnar í sveitarfélaginu Árborg sem unnar hafa verið með fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og ráðgjöfum.  Niðurstöðurnar hafa einnig verið kynntar Umhverfisstofnun.


Farið var yfir aðstæður á hverju svæði fyrir sig og móttökustaði ásamt því að farið var yfir þá kosti sem í stöðunni eru á hverju svæði og áætlaðan kostnað.

 

 


2.


Borun rannsóknarholu


 


Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi sem hafinn er fyrir borun á rannsóknarholu við Ósabotna. Til stendur að bora 1200m holu og fóðra um 380m.


Lagt var til að taka tilboði frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

 

 


3.


Þróun íbúafjölda


 


Íbúafjöldi í Árborg eru nú 7.274 en voru 6.995 í byrjun árs, hefur því fjölgað um 4% á tímabilinu.


Á Selfossi hefur fjölgað um 4,8% eða um 277 íbúa


Í Sandvík hefur fækkað um 5,4% eða um 13 íbúa


Á Eyrarbakka hefur fjölgað um 0,9% eða um 5 íbúa


Á Stokkseyri hefur fjölgað um 1,2% eða um 5 íbúa


Óstaðsettum hefur fjölgað eru nú 14 en voru 9.

 

 


4.


Uppbyggingaráætlun f&v


 


Framkvæmdastjóri ræddi hvort þörf sé á framsetningu áætlunar fyrir uppbyggingu íbúðasvæða í sveitarfélaginu. Ákveðið var að hópurinn sem á í samningum við landeigendur skoði málið.

 

 


5.


Önnur mál.


 


a)


Bilun á borholusvæði 16. nóvember sl.


Framkvæmdastjóri lagði fram skýrslu um bilun sem var á borholusvæði.

 

 


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:40


Þetta vefsvæði byggir á Eplica