Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1801005 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 |
|
48. fundur haldinn 31. janúar |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1801004 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2018 |
|
34. fundur haldinn 30. janúar |
|
-liður 2, 1801220, reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 3, 1801221, reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 4, 1801222, reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. B æjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
3. |
1802031 - Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2018
3-1802031 |
|
1. fundur haldinn 27. nóvember
2. fundur haldinn 8. janúar |
|
Fundargerð 2. fundar - ályktun um öryggi gatnamóta við Tjarnabyggð og Eyrarbakkaveg. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál.
Ályktun um aðgerðir til að lækka ökuhraða á Kaldaðarnesvegi frá gatnamótum við Eyrarbakkaveg og að Stóru-Sandvíkurafleggjara. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál. |
|
|
|
4. |
1802004 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
4-1802004 |
|
528. fundur haldinn 11. og 12. janúar |
|
Lagt fram. |
|
|
|
5. |
1802003 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
5-1802003 |
|
184. fundur haldinn 25. janúar |
|
Lagt fram. |
|
|
|
6. |
1802019 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
6-1802019 |
|
856. fundur haldinn 26. janúar |
|
Lagt fram. |
|
|
|
7. |
1802026 - Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
7-1802026 |
|
187. fundur haldinn 2. febrúar |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
8. |
1801271 - Tækifærisleyfi - þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri
8-1801271 |
|
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót í íþróttahúsinu Stokkseyri 10. febrúar nk. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
9. |
1801197 - Viðræður um gatnakerfi í landi Byggðarhorns
9-1801197 |
|
Erindi frá Netpörtum sf. dags. 23. janúar, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið taki við eignarhaldi á gatnakerfi í Byggðarhorni og komi að því að leggja bundið slitlag á veginn í samstarfi við Vegagerðina. |
|
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
|
|
10. |
1802020 - Samkomulag um landamerki Hraunstorfunnar
10-1802020 |
|
Bæjarráð samþykkir að ganga frá landamerkjum í samræmi við erindið og felur framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita samkomulag um landamerkin. |
|
|
|
11. |
1802030 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)
11-1802030 |
|
Erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) 9. mál. |
|
Lagt fram. |
|
|
|
12. |
1802035 - Niðurgreiðsla til dagforeldra í Árborg 2018
12-1802035 |
|
Tillaga um aukna niðurgreiðslu á þjónustu dagforeldra. |
|
Lagt er til að niðurgreiðslur Sveitarfélagsins Árborgar á þjónustu dagforeldra, sem nema nú 50.000 kr á mánuði miðað við 8 tíma vistun verði 65.000 á mánuði frá 1. mars nk. miðað við 8 tíma vistun. Jafnframt er lagt til að út árið 2018 verði veittur stofnstyrkur til dagforeldra að fjárhæð kr. 100.000 miðað við að dagforeldri sé með leyfilegan hámarksfjölda barna í gæslu.
Lagt er til að starfandi dagforeldrar, sem hafa starfað í meira en 8 mánuði samfellt geti sótt um styrkinn 1. mars nk. og að hann verði greiddur í eingreiðslu fyrir 1. apríl nk. Dagforeldrar sem eru með skemmri starfsaldur eða hefja störf á árinu 2018 geti sótt um styrkinn þegar umsókn um leyfi til að starfrækja daggæslu hefur verið samþykkt. Styrkurinn verði greiddur í tvennu lagi, 50.000 kr. þegar umsókn hefur verið samþykkt og starfsemi hafin og 50.000 kr. þegar dagforeldri hefur starfað samfellt í 8 mánuði.Greinargerð:
Dagvistarplássum hjá dagforeldrum í Sveitarfélaginu Árborg hefur ekki fjölgað í takt við aukna eftirspurn sl. mánuði. Sveitarfélagið birti í byrjun janúar sl. auglýsingu þar sem áhugasamir voru hvattir til að gerast dagforeldrar, en enn sem komið er hefur engin ný umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsum borist félagsþjónustu Árbogar. Nokkur fjöldi barna er nú á biðlista hjá dagforeldrum eftir þjónustu. Með framangreindum breytingum vonast sveitarfélagið til að geta hvatt áhugasama aðila til að hefja störf sem dagforeldrar.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. |
|
|
|