135. fundur bæjarráðs
135. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Jón Hjartarson, formaður, V-lista Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstj Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0901097 - Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar 4.fundur haldinn 26.mars -liður 17, 0903059, tillaga að deiliskipulagi að Litlu-Sandvík landnúmer 187651, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að tillagan verði auglýst. -liður 18, 0903148 tillaga að deiliskipulagi við Strandgötu, Stokkseyri, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að tillagan verði auglýst. -liður 19, 0903101, umhverfisverðlaun Árborgar, bæjarráð fagnar tillögu nefndarinnar og telur hana skerpa áherslur í umhverfismálum innan sveitarfélagsins. -liður 20, 0903098, tillaga um að framkvæmda- og veitusvið hefjist handa við undirbúning árlegra hreinsunardaga í Árborg, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar. -liður 21, 0711019, tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 69, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
2. 0903155 - Fundir bæjarráðs 2009 - Skírdagur Samþykkt að fundur bæjarráðs í vikunni fyrir páska falli niður, enda ber reglulegan fundartíma upp á skírdag, næsti fundur verði fimmtudaginn 16. apríl n.k.
3. 0903185 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir Menam, Eyravegi 8 Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsóknina, bæði hvað varðar afgreiðslutíma staðar og staðsetningu.
4. 0903186 - Tillögur HSK á 87. héraðsþingi Sveitarfélagið Árborg hefur tekið forystu í að veita félögum og deildum sem gerast fyrirmyndarfélög ÍSÍ viðurkenningu og fjárstyrki. Það er mikilvægt í þeim efnahagsþrengingum sem nú eru að styðja vel við íþrótta- og æskulýðsstarf sem fram fer á vegum fjölmargra aðila.
5. 0902073 - Beiðni um endurupptöku máls varðandi verðbætur vegna byggingar dæluhúss við Ósabotna Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið.
6. 0901015 - Líkamsræktaraðstaða í Sundhöll Selfoss Lögð voru fram drög að leigusamningi við Nautilus. Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Leitað var verðtilboða frá þremur aðilum, bárust tilboð frá tveimur. Samningur þessi gildir í fimm ár og er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara. Þegar að því kemur að framtíðarhúsnæði með sérstakri líkamsræktaraðstöðu við Sundhöllina, verði tekið í notkun þá mun að nýju verða leitað eftir tilboðum og samstarfsaðilum um rekstur líkamsræktarstöðvar.
7. 0812016 - Beiðni um tímabundin afnot af lóð við Eyraveg 1 fyrir matsöluvagn Sjá lið 7 í fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Bæjarráð felur bæjarritara að gera drög að samningi við Sverri Rúnarsson um afnot af lóð sveitarfélagsins við Eyraveg 1 fyrir matsöluvagn og leggja fyrir bæjarráð.
Erindi til kynningar
8. 0903157 - Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2008 Lagt fram.
9. 0903186 - Ársskýrsla HSK 2008
Lagt fram.
10. 0903187 - Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008 Lagt fram.
11. 0809127 - Tilkynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2009 Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:25
Jón Hjartarson Þorvaldur Guðmundsson Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir Ásta Stefánsdóttir