136. fundur bæjarráðs
136. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Jón Hjartarson, formaður, V-lista Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista Elfa Dögg Þórðardóttir, varamaður D-lista Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Fundargerðir til kynningar:
1. 0903049 - Fundargerðir fulltrúaráðs BÁ 2009 73.fundur haldinn 23.mars 74.fundur haldinn 25.mars Lagt fram.
2. 0903072 - Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga 2009 149.fundur haldinn 11.mars 150.fundur haldinn 20.mars Lagt fram.
3. 0903111 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2009 Aðalfundur fyrir árið 2008 haldinn 31.mars Lagt fram.
Almenn erindi
4. 0904074 - Fundarboð vegna aðalfundar Veiðifélags Árnesinga fyrir árið 2008 Bæjarráð samþykkir að fela Grétari Zóphoníassyni að sækja fundinn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar.
5. 0904093 - Stofnun Hagsmunasamtaka íbúa Grænumarkar 1, 3 og 5 Stofnfundur haldinn 3.apríl Yfirlýsing frá bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Árborg og félaga í þeirra eigu:
Í tilefni stofnunar samtaka íbúa í Grænumörk 1, 3 og 5 skuldbinda bæjaryfirvöld sig til þess að kynna forsvarsmönnum samtakanna formlega ef fyrirhugað er að gera breytingar á starfsemi á vegum sveitarfélagsins sem rekin er í Grænumörkinni og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og áherslum áður en ákvörðun er tekin um breytingar á starfsemi sveitarfélagsins í Grænumörkinni sem og í málum sem snerta hagsmuni íbúanna almennt.
Sveitarfélagið Árborg skuldbindur sig einnig til að veita samtökunum aðstoð við að starfrækja hin nýstofnuðu samtök, t.d. með því að sjá um boðun funda að beiðni forsvarsmanna, tryggja samtökunum húsnæði til fundarhalda, sjá um og kosta ljósritun, mæta á fundi samtakanna, sé þess óskað o.s.frv.
6. 0903235 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisveitingaleyfi - Fornbílaklúbbur Íslands Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
7. 0904078 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis - Hrói höttur Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, bæði hvað varðar afgreiðslutíma og staðsetningu staðar.
8. 0812079 - Beiðni Samtaka verslunar- og þjónustu um afnot af léninu www.selfoss.is, minnisblað bæjarritara Minnisblað bæjarritara var lagt fram. Bæjarráð felur bæjarritara og verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála að ræða við forsvarsmenn Samtaka verslunar- og þjónustu.
9. 0904065 - Tillaga frá bæjarstjóra um kaup og uppsetning á hugbúnaði til að takmarka notkun af Internetinu. Lögð var fram svohljóðandi tillaga frá bæjarstjóra um kaup og uppsetningu hugbúnaðar til að takmarka notkun af Internetinu. Lagt er til að keyptur verði hugbúnaður til að takmarka notkun af Internetinu í tölvum sveitarfélagsins. Kerfisstjóra sveitarfélagsins verði falið að vinna að framkvæmdinni og útfærslu í samráði við bæjarstjóra.
Greinargerð. Tilgangurinn er m.a. sá að ná meiri árangri í að sía frá óæskilegar síður s.s. klámsíður og auka þannig öryggi barna og ungmenna sem nota tölvur sveitarfélagsins. Einnig er tilgangurinn að draga úr umferð á netinu vegna m.a. "Face-book" og "msn" og verður aðgangur að þeim síðum lokaður nema í undantekningum þar sem um er að ræða starfstengda notkun. Gert verði ráð fyrir leyfi á hugbúnaðinum til 3ja ára. Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu er um 3 milljónir króna. 6. apríl 2009 Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
10. 0903234 - Beiðni um styrk vegna ráðstefnu um Pál Lýðsson og lífsstarf hans Bæjarráð fagnar framtaki Fræðslunets Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurlands og samþykkir erindið, styrk að fjárhæð 60.000 kr.
11. 0508068 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um heildarkostnað sveitarfélagsins vegna skipulagsmála í miðbæ Selfoss Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn: Hver er heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna miðbæjarmála þar með talin kaup á Pakkhúsinu og rekstri þess, kostnað við samkeppni, skipulagsmál, ferðakostnað til útlanda, fundakostnað, auglýsingar, bæklingagerð og aðkeypta þjónustu svo sem lögfræðiráðgjöf. Kostnaðurinn óskast sundurliðaður á einstaka liði á árinum 2006-2009.
Fjármála- og stjórnsýslusviði er falið að afla umbeðinna upplýsinga.
12. 0903155 - Fundir bæjarráðs 2009 - Sumardagurinn fyrsti Bæjarráð samþykkir að fundur bæjarráðs í næstu viku verði föstudaginn 24. apríl, kl. 08:10 þar sem fastan fundartíma ber upp á Sumardaginn fyrsta.
Erindi til kynningar
13. 0903236 - Hvatning frá Saman hópnum - börn og unglingar Lagt fram.
14. 0904024 - Samráðsdagur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:35
Jón Hjartarson Þorvaldur Guðmundsson Elfa Dögg Þórðardóttir Ragnheiður Hergeirsdóttir Ásta Stefánsdóttir