Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.2.2018

137. fundur bæjarráðs

137. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 - Fundargerð fræðslunefndar
  41. fundur haldinn 15. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2.   1802106 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga, rétt barna til dvalarleyfis 2-1802106
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), mál 34.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
3.   1802107 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga, fylgdarlaus börn 3-1802107
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn) mál 42.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
4.   1802139 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir 4-1802139
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 15. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, mál 52
  Lagt fram.
     
5.   1802117 - Umsögn - frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, brottfall kröfu um ríkisborgararétt 5-1802117
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 14. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), mál 35.
  Lagt fram.
     
6.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning á nýjum fulltrúa í Björkurskólahópinn stað Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur.
  Bæjarráð tilnefnir Helga S. Haraldsson, B-lista, til setu í starfshópi um byggingu skóla í landi Bjarkar.
     
7.   1802128 - Lóðarumsókn undir starfsemi RARIK ohf. á Selfossi 7-1802128
  Umsókn, dags. 12. febrúar, um lóð nr. 8 og 10 við Larsenstræti
  Málinu er frestað.
     
8.   1802158 - Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. frá 2018 8-1802158
  Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
  Lagt fram.
     
Erindi til kynningar
9.   1802127 - Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa 9-1802127
  Slóð á handbókina http://www.samband.is/media/lydraedi---mannrettindi/Lydraedisrit_loka.pdf
  Lagt fram til kynningar.
     
10.   1802126 - Sumarstörf fyrir háskólamenntaða 2018 10-1802126
  Erindi frá Vinnumálastofnun, dags. 14. febrúar, þar sem bent er á þann möguleika að ráða háskólamennaða atvinnuleitendur til sumarstarfa með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun.
  Lagt fram til kynningar.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica