138. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
138. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 25.04.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0704086
Ársreikningur 2006 -
Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning Selfossveitna.
Rekstur fyrirtækisins var með sviðuð móti í ár og síðastliðið ár þó svo að ráðast þurfti í umfangsmiklar endurvirkjanir á borholusvæðinu og nýr gjaldaliður leit dagsins ljós en nú er reiknaður tekjuskattur af reglulegri starfsemi og nam skatturinn 18,6 milljónum. Á árinu var hagnaður af rekstri Selfossveitna sem nam kr. 63,1 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 12,5% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2006 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr. 711,2 milljónir og heildarskuldir kr. 179 milljónir. Eigið fé nam því 532,2 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 74,83%.
Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2006 var samþykktur og undirritaður.
2. 0703145
Aldursdreifing íbúa Árborgar -
Framkvæmdastjóri kynnti þróun aldursdreifingar í Árborg frá 1.des 2003 - 1.des 2006. Hlutfallslega fækkar í öllum aldurshópum nema aldrinum 1 árs og yngri og 55-66 ára, þar fjölgar.
Einnig var kynnt íbúaþróun í sveitarfélaginu frá janúar 2003 til apríl 2007 en fjölgunin var 1.170 eða 4,4%.
3. 0704088
Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna -
Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá Samorku varðandi viðhorf Selfossveitna til gerðar sameiginlegra tengiskilmála fyrir hitaveitur. Um er að ræða samræmingu skilmála sem hitaveitur setja fyrir tengingu húsa.
Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:10
Þorvaldur Guðmundsson
Gylfi Þorkelsson
Sigurður Ingi Andrésson
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Ásbjörn Ó. Blöndal
Rósa Sif Jónsdóttir