138. fundur bæjarráðs
138. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 2. maí 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðuðu forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
5. fundur haldinn 29. apríl |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
805. fundur haldinn 19. apríl |
||
Lagt fram. - liður 28, skákkennsla í grunnskólum. Bæjarráð tekur undir mikilvægi skákkennslu í skólum og hvetur fræðslunefnd til að kanna mögulegt samstarf við Skákfélag Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis með tilliti til eflingar skákkennslu. |
||
|
||
3. |
1301338 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu |
|
15. fundur haldinn 26. apríl |
||
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð samþykkir aukaframlag, kr. 1.101.344, vegna uppbyggingar stjórnstöðva aðgerðastjórnar og vettvangsstjórna og vísar kostnaðarauka til viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir kynningu á viðbragðsáætlunum almannavarna. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
4. |
1211126 - Drög að samþykktum fyrir Sveitarfélagið Árborg |
|
Lagt fram. |
||
|
||
5. |
1302170 - Bætt aðgengi að sjóvarnargarði við Stað, beiðni um heimild til að setja skábraut og timburstíg á sjóvarnargarð |
|
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti, sem landeigandi, uppsetningu skábrautar og gerð timburstígs ofan á sjóvarnargarð við Stað. Í ljósi þess að sjóvarnargarðurinn er í eigu Siglingastofnunar bendir bæjarráð á að samþykki stofnunarinnar þarf einnig að liggja fyrir. |
||
|
||
6. |
1304346 - Ósk um viðræður vegna menningarsalar í Hótel Selfoss |
|
Bæjarráð felur Braga Bjarnasyni að ræða við umsækjendur. |
||
|
||
7. |
1304368 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gististaðurinn Norðheimar, Norðurgötu 4, Tjarnarbyggð |
|
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
|
||
8. |
1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013 |
|
Bæjarráð samþykkir að fundur bæjarráðs í næstu viku verði föstudaginn 10. maí nk. |
||
|
||
9. |
1304397 - Saga Selfoss |
|
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við Guðmund Kristinsson um ritun þriðja hluta Sögu Selfoss. Guðmundur Kristinsson hefur safnað miklu magni heimilda um sögu Selfoss og stríðsárin á Selfossi. |
||
|
||
10. |
1302008 - Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Landsnets ehf - Lagning jarðstrengs |
|
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
11. |
1304366 - Orlof húsmæðra 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Ásta Stefánsdóttir |