Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.5.2013

138. fundur bæjarráðs

 138. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 2. maí 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðuðu forföll. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

5. fundur haldinn 29. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

805. fundur haldinn 19. apríl

 

Lagt fram.

- liður 28, skákkennsla í grunnskólum. Bæjarráð tekur undir mikilvægi skákkennslu í skólum og hvetur fræðslunefnd til að kanna mögulegt samstarf við Skákfélag Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis með tilliti til eflingar skákkennslu.

 

   

3.

1301338 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu

 

15. fundur haldinn 26. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð samþykkir aukaframlag, kr. 1.101.344, vegna uppbyggingar stjórnstöðva aðgerðastjórnar og vettvangsstjórna og vísar kostnaðarauka til viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð óskar eftir kynningu á viðbragðsáætlunum almannavarna.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1211126 - Drög að samþykktum fyrir Sveitarfélagið Árborg

 

Lagt fram.

 

   

5.

1302170 - Bætt aðgengi að sjóvarnargarði við Stað, beiðni um heimild til að setja skábraut og timburstíg á sjóvarnargarð

 

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti, sem landeigandi, uppsetningu skábrautar og gerð timburstígs ofan á sjóvarnargarð við Stað. Í ljósi þess að sjóvarnargarðurinn er í eigu Siglingastofnunar bendir bæjarráð á að samþykki stofnunarinnar þarf einnig að liggja fyrir.

 

   

6.

1304346 - Ósk um viðræður vegna menningarsalar í Hótel Selfoss

 

Bæjarráð felur Braga Bjarnasyni að ræða við umsækjendur.

 

   

7.

1304368 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gististaðurinn Norðheimar, Norðurgötu 4, Tjarnarbyggð

 

Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um erindið.

 

   
   

 

   

8.

1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013

 

Bæjarráð samþykkir að fundur bæjarráðs í næstu viku verði föstudaginn 10. maí nk.

 

   

9.

1304397 - Saga Selfoss

 

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við Guðmund Kristinsson um ritun þriðja hluta Sögu Selfoss. Guðmundur Kristinsson hefur safnað miklu magni heimilda um sögu Selfoss og stríðsárin á Selfossi.

 

   

10.

1302008 - Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Landsnets ehf - Lagning jarðstrengs

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

 

   

Erindi til kynningar

11.

1304366 - Orlof húsmæðra 2012

 

Lagt fram.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20
 
  

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert Valur Guðmundsson

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica