Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.3.2018

138. fundur bæjarráðs

138. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1801008 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018 38. fundur haldinn 28. febrúar -liður 2, 1802165, Styrkbeiðni frá Kaffi Selfoss ofl vegna HM svæðis á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að koma að verkefninu með því að aðstoða við ákveðin verkefni tengd uppsetningu og kynningu HM-svæðisins, án beins fjárstuðnings. Menningar- og frístundafulltrúa er falið að vera í sambandi við styrkbeiðendur varðandi útfærslu verkefnisins. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2. 1802019 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 2-1802019 857. fundur haldinn 23. febrúar Lagt fram. 3. 1802026 - Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018 3-1802026 188. fundur haldinn 27. febrúar Lagt fram. 4. 1803042 - Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga 2018 4-1803042 Fundur haldinn 27. febrúar Lagt fram. Almenn afgreiðslumál 5. 1802206 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum 5-1802206 Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, mál 90. Erindinu er vísað til félagsmálastjóra til skoðunar. 6. 1802212 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku 6-1802212 Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, mál 179. Lagt fram. 7. 1802240 - Umsögn - frumvarp til sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn 7-1802240 Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 28. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn ) mál 190. Lagt fram. 8. 1802239 - Rekstrarleyfisumsögn - Skálinn Stokkseyri 8-1802239 Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi á Hásteinsvegi 2, Stokkseyri, veitingar í flokki II og greiðasala. Samþykkt að veita jákvæða umsögn. Erindi til kynningar 9. 1802210 - Styrktarsjóður EBÍ 2018 9-1802210 Bréf frá EBÍ, dags. 21. febrúar, þar sem fram koma upplýsingar um styrktarsjóð EBÍ 2018. Lagt fram. 10. 1802193 - Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018 10-1802193 Auglýsing eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands Lagt fram. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40. Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Eyrún Björg Magnúsdóttir Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica