139. fundur bæjarráðs
139. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn föstudaginn 10. maí 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá rekstrarleyfisumsókn 800 Bar/Bistro. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
53. fundur haldinn 29. apríl |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
36. fundur haldinn 30. apríl |
||
-liður 7, mál nr. 1205364, tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 8, mál nr. 1302218, tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 9, mál nr. 120767, tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi. Bæjarráð samþykkir að hætt verði við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu vegna athugasemda íbúa á svæðinu. Áfram verður unnið að lausn mála hvað varðar reiðleiðir út úr hesthúsahverfinu. -liður 11, mál nr. 1110130, umsókn um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar undir ferðamanna- og þjónustumiðstöð. Bæjarráð bendir á að það sé forsenda úthlutunar lóðar á svæðinu að fyrir liggi hver endanleg veglína Suðurlandsvegar verði. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1303083 - Fundargerð Byggðasafns Árnesinga |
|
18. fundur haldinn 12. apríl |
||
Lagt fram. |
||
|
||
4. |
1301266 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
466. fundur haldinn 26. apríl |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1211126 - Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Bókun vegna endurskoðunar um stjórnar og samþykkta Svf Árborgar. „Undirritaður hvetur fulltrúa meirihlutans til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö áður en samþykktirnar koma til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Það er skoðun undirritaðs að með því að fækka bæjarfulltrúunum myndist verulegur lýðræðishalli og geri nýjum og minni framboðum erfiðara fyrir að koma sínum skoðunum á framfæri. Það á að vera þannig að fulltrúalýðræðið endurspegli vilja kjósenda. Verkefni sveitarfélaga hafa verið að aukast á undanförnum árum og stöðugt fleiri lögbundin verkefni að færast til sveitarfélaganna. Þannig hlýtur það að vera rangt að á sama tíma og verkefnunum fjölgar sem bæjarfulltrúar bera ábyrgð á, þá tekur meirihluti D lista þá ákvörðun um að fækka þeim sem eru ábyrgir fyrir afgreiðslu fjölda mála.“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókun Eggerts. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Enn og aftur ítreka ég mótmæli mín við þeirri ákvörðun meirihluta Sjálfstæðismanna í upphafi kjörtímabilsins að breyta samþykktum sveitarfélagsins, með því að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö. Nú er verið að endurskoða samþykktirnar og færa til samræmis við ný sveitarstjórnarlög og því tel ég fulla ástæðu til að fjölga kjörnum fulltrúum aftur í níu. Í nýjum sveitarstjórnarlögum, í grein 11, er farið yfir fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum og hver fjöldi þeirra skal vera. Þar er tekið fram að sveitarfélag með íbúa frá 2000-9999 manns skuli vera 7-11 aðalmenn. Þar sem sveitarfélagið Árborg er með tæplega 8000 íbúa skýtur það verulega skökku við að vilja hafa kjörna fulltrúa til samræmis við lægri tölu þess lágmarks sem eru 2000 manns. Miðað við þessi viðmið væri eðlilegast að þeir væru níu eins og nú er en ekki fækkað í sjö.“ Helgi S Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista. Samþykktirnar verða lagðar fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi. |
||
|
||
6. |
1304430 - Frítt í strætó fyrir grunnskólabörn |
|
Bæjarráð samþykkir að frá og með 1. júní nk. verði frítt í strætó fyrir börn í grunnskólum Árborgar hvað varðar ferðir innan sveitarfélagsins. Kostnaði við niðurgreiðslu fargjalda, 30.000 kr. á mánuði, er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna að útfærslu málsins. |
||
|
||
7. |
1304423 - Áskorun íbúa við Engjaveg um að setja upp hraðahindrun á Engjaveg milli Tryggvagötu og Eyravegar |
|
Bæjarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
||
8. |
1304337 - Beiðni Icefitness ehf um styrk vegna Skólahreysti 2013 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
9. |
1305044 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um breytingu á rekstrarleyfi - Hamborgarabúlla Tómasar, beiðni um umfangslítinn áfengisveitingastað |
|
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
10. |
1305072 - Trúnaðarmál |
|
Fært í trúnaðarbók. |
||
|
||
11. |
1104257 - Samningar milli Gráhellu ehf., Sveitarfélagsins Árborgar og Smíðanda ehf um frágang og uppgjör vegna Gráhelluhverfis |
|
Bæjarráð staðfestir samningana. |
||
|
||
12. |
1305093 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - 800 Bar/Bistro Eyravegi 2 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
13. |
1305023 - Friðun Tryggvaskála |
|
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands um friðun Tryggvaskála. |
||
|
||
14. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi, tilkynning Menningarráðs Suðurlands um styrk |
|
Bæjarráð fagnar því að Menningarráð Suðurlands hefur veitt styrk til mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi. |
||
|
||
15. |
1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Bæjarráð fagnar því að Menningarráð Suðurlands hefur veitt styrk til verkefnis um söfnun upplýsinga um húseignir í Sveitarfélaginu Árborg. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |