139. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
139. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 30.05.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0603049
Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka -
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður úr skýrslum VGK-Hönnun hf.
Fastmerkjamæling á Eyrarbakka,
Rannsókn á byggingarsvæði "Mælingar á vatnafari",
Rannsókn á byggingarsvæði "Jarðgrunnskönnun í nóvember 2006" og
Nýting flóðasvæðis til bygginga á Eyrarbakka "Flóðamælingar".
Skýrsla um byggingarhæfni er væntanleg í byrjun júlí.
2. 0705131
Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli -
Framkvæmdastjóri kynnti greinagerð ÍSOR.
"Möguleikar á aukinni neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli".
Reiknað er með að hefja borun í júní.
3. 0705132
Hringtorg við Ölfusárbrú -
Framkvæmdastjóri kynnti framkvæmd á hringtorgi við Ölfusárbrú en hefja á verkið 31.maí, áætluð verklok eru 1. júlí.
Haldinn hefur verið samráðsfundur með framkvæmdaaðilum þar sem sérstaklega voru tekin fyrir umferðamál meðan á verki stendur.
4. 0411060
Tilboð í Sunnulækjarskóla, 3.áfanga -
Framkvæmdastjóri skýrði frá tilboðum sem opnuð voru 5. maí sl. “Sunnulækjarskóli 3.áfangi”.
Tveir aðilar buðu í verkið:
Gísli og Steinar ehf. og var tilboðið kr. 135.950.000.- og
JÁVERK ehf. en tilboð þeirra var kr. 122.154.942.-
Kostnaðaráætlun var kr. 118.528.946.-
Stjórn samþykkir að gegnið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Áætluð verklok eru um áramótin 2007-2008.
5. 0705133
Tilboð í Ólafsvelli 2. áfangi -
Framkvæmdastjóri skýrði frá tilboðum sem opnuð voru 22. maí sl. “Gatnagerð Ólafsvöllum II. áfangi” Tveir aðilar buðu í verkið:
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og var tilboðið kr. 32.800.000.- og
Vélgrafan ehf. en tilboð þeirra var kr. 34.353.800.-
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá kr. 26.625.980.-
Stjórn samþykkti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Svæðið verður byggingahæft í haust en áætluð verklok eru sumarið 2008
6. 0409014
Undirbúningur að framkvæmdum í Fossnesi -
Framkvæmdastjóri kynnti undirbúning á vegaframkvæmdum í Fossnesi að þeim lóðum sem hefur verið úthlutað.
7. 0705129
Veitumál á nærsvæðum -
Framkvæmdastjóri kynnti skipulag að íbúabyggð í Árbæjarlandi.
8. 0705076
Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu -
Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um gerð viðbragðsáætlana um sorphirðu í sveitarfélögum komi til heimsfaraldurs inflúensu.
9. 0608007
Sjóvarnargarður á Stokkseyri -
Máli frestað þar til umsögn Siglingamálastofnunar fæst staðfest.
10. 0705139
Umhverfismál hreinsistöðva -
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu Línuhönnunar um fjarlægð hreinsistöðva og umhverfisáhrif á nánasta umhverfi.
11. 0705140
Framkvæmdalisti 2007 -
Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir helstu verkefni á framkvæmda- og veitusviði.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
|
Gylfi Þorkelsson |
|
Sigurður Ingi Andrésson |
|
Snorri Finnlaugsson |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Ásbjörn Ó. Blöndal |
RósaSif Jónsdóttir |
|
|