14. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
14. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 19. mars 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:1
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Einar Guðmundsson, varamaður D-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri ritaði fundargerð
Dagskrá:
- 1. 0802165 - Umsókn um tíma í íþróttahúsi
ÍTÁ samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka málinu. - 2. 0801009 - Fimleikaakademía FSu og Umf. Selfoss
ÍTÁ fagnar framtakinu og felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að setja málið í réttan farveg fyrir hönd bæjaryfirvalda. - 3. 0802046 - Skólahreysti 2008 - þakkir og beiðni
ÍTÁ þakkar bréfritara upplýsingarnar og styður fyrir sitt leyti að Skólahreysti komi inn í íþróttahús Vallaskóla skólaárið 2008 -2009 eins og undanfarin ár. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í náinni samvinnu við verkefnisstjóra fræðslumála og skólayfirvöld. - 4. 0803073 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2008 - fyrri úthlutun
ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftri umsóknum fyrir fyrri úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja, sem verður í maí 2008. Skilafrestur umsókna skal vera 23. apríl nk. - 5. 0803008 - Líkamsræktaraðstaða í íþróttahúsi Vallaskóla
ÍTÁ er sammála efni erindisins og leggur til að verkefninu verðið hrundið í framkvæmd við fyrsta tækifæri og íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið að vinna frekar að málinu í samvinnu við hlutaðeigendur. ÍTÁ bendir jafnframt á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til þess í fjárhagsáætlun 2008. - 6. 0803044 - Fimleikahópur frá Danmörku 2.-8.júní 2008
ÍTÁ samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að reikna út kostnað sem til fellur vegna þjónustu við fimleikahópinn og upplýsa nefndina á næsta fundi.
Erindi til kynningar:
- 7. 0709116 - Uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg - samráðshópur
Formaður gerði grein fyrir málinu. Fram kom að nýstofnaður samráðshópur hefur hafið störf og vinna er í fullum gangi við útfærslu íþróttasvæðisins við Engjaveg af hálfu notenda og tæknimanna. - 8. 0706073 - Endurskoðun samninga og samkomulaga - UMFS
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir að fyrsti fundur hafi verið haldinn á dögum undir stjórn Ragnheiðar Thorlacíusar, framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar, bæjarstjóra Ragnheiðar Hergeirsdóttur og formanns UMFS, Þóris Haraldssonar. Auk þeirra sátu fundinn framkvæmdastjórn Umfs. og íþrótta- og tómstundafulltrúi. Næsti fundur verður vinnufundur hlutaðeigenda og síðan eftir páska verður fundur með framkvæmdastjórn UMFS. Bæjaryfirvöld stefna að því að ljúka samningsgerð við UMFS fyrir aðalfund þeirra, sem áætlaður er um miðjan apríl nk. - 9. 0802027 - Áhættumat - íþróttamannvirki Árborgar
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 10. 0802017 - Endurbætur og viðgerðir, Zelzíus 2008
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og vonast til að með endurbótum og breytingum á rými verði félagsmiðstöðin betur í stakk búin til að bjóða upp á meiri fjölbreytni í tómstunda- og listastarfsemi. - 11. 0802089 - Samsuð á Selfossi 2008
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu. - 12. 0803056 - Hjólakort
ÍTÁ fagnar framtaki Katrínar Georgsdóttur, sérfræðings í umhverfismálum sveitarfélagsins og aðkomu íþrótta- og tómstundafulltrúa að málinu. - 13. 0802109 - Lífshlaupið - hvatningar- og átaksverkefni ÍSÍ
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fram kom að þegar eru nokkrir sem sátu fundinn skráðir í keppnishópa - 14. 0802041 - Samningur - heilsuefling starfsmanna Árborgar
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Grímur Arnarson
Einar Guðmundsson
Bragi Bjarnason
Andrés Sigurvinsson