Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.10.2006

14. fundur bæjarráðs

 

14. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 12.10.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarráðsmaður
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

frá 28.09.06

 

1a) -liður 20 c) bæjarráð tekur undir hamingjuóskir nefndarmanna.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0609111
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

frá 03.10.06

 

Lagðar fram.

 

3.  0610003
Umsókn um kaup á fasteigninni Austurvegi 52, Selfossi -

Bæjarráð hafnar umsókninni. Lóðin verður auglýst síðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

4. 0610008
Endurnýjun rekstrarsamnings um íþróttarvallarsvæðið við Engjaveg -

Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála að hefja viðræður við UMFS um endurnýjun rekstrarsamnings um íþróttavallarsvæðið.

5. 0605005
Samningur við Arkitektafélag Íslands um samkeppnishald vegna samkeppni um deiliskipulag að miðbæ Selfoss -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

6. 0501051
Samstarfshópur um forvarnir í Árborg -

Bæjarráð samþykkir að samstarfshópurinn, sem upphaflega var skipaður í febrúar 2003, haldi áfram starfi sínu og tilnefnir verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála og verkefnisstjóra félagslegrar ráðgjafar til setu í hópnum, auk Guðmundar B. Gylfasonar, f.h. félagsmálanefndar.

7. 0604010
Iðjuþjálfunarþjónusta á Suðurlandi -

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefni á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, SASS og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra um iðjuþjálfun.

8. 0607065
Landsmót UMFÍ 2012 - Bréf frá UMFS

Bæjarráð þakkar bréfið og auðsýndan áhuga.

9. 0609068
Svör við fyrirspurnum - Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar, V-lista, á fundi bæjarráðs 21.09.06 um leigu fyrir afnot af íþróttahúsi vegna Selfossþorrablóts

Íþróttahús sveitarfélagsins við Sólvelli hefur undanfarin ár verið leigt út til framkvæmdaraðila Selfossþorrablóts. Tekið er undir það að íþróttahús eru almennt ekki ætluð til samkoma af þessu tagi, en þó er bent á að íþróttahús eru víða notuð til ráðstefnuhalds, skemmtanahalds og fleiri þátta. Þetta á sérstaklega við þegar ekki er í önnur hús að venda vegna fjölda gesta, eins og raunin hefur verið með Selfossþorrablótið. Sú hefð hefur skapast víða um landið að gefa íbúum sveitarfélaga tækifæri til að eiga góða stund í íþróttahúsinu sínu eina kvöldstund á ári hverju til að blóta þorra. Hér í Árborg hefur sú hefð einnig skapast; á Stokkseyri hefur íþróttahús sveitarfélagsins verið notað, á Eyrarbakka er félagsheimilið Staður notað sem jafnframt er íþróttahús og hér á Selfossi hefur íþróttahúsið við Sólvelli verið notað. Það er sérstakt ánægjuefni hve margir íbúar sveitarfélagsins halda í þann góða sið að blóta þorra.
Leigutaki greiddi fyrir afnotin af húsinu árið 2006 kr. 111.600, ásamt því að leggja fram tryggingar.
Meirihluti B og D lista


10. 0502002
Svör við fyrirspurnum - Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar, V-lista, um áætlanir um að ljúka frágangi gervigrasvallar við Engjaveg og kostnað við það.

Við uppbyggingu gervigrasvallarins var ekki gert ráð fyrir viðeigandi búnaði til að hita upp völlinn, né því að völlurinn yrði upphitaður líðandi ár.
Áætlaður stofnkostnaður vegna upphitunar á gervigrasvelli er allt að 15 m.kr. Árlegur rekstrarkostnaður vegna hitakerfis er allt að 7 m.kr.
Meðal annars vegna áforma um uppbyggingu íþróttahallar og til að meta þörf fyrir upphitun eru uppi áætlanir um að reka gervigrasvöllinn án upphitunar til reynslu veturinn 2006-2007.
Meirihluti B og D lista.

11. 0511051
Svör við fyrirspurnum - Svar við fyrirspurn Gylfa Þorkelssonar, S-lista, um endurskoðun innritunarreglna fyrir leikskóla í Árborg.

Meirihlutinn samþykkir stofnun nefndar um endurskoðun innritunarreglna fyrir leikskóla Árborgar. Reglur af þessu tagi þurfa, eðli málsins samkvæmt, á reglulegri endurskoðun að halda, m.a. til að tryggja að þeir hópar sem mest þurfa á forgangi að halda njóti hans og til þess að tryggja að ekki sé verulegt misræmi á milli sveitarfélaga varðandi innritun á leikskóla. Meirihlutinn bendir á að minnihlutinn á fulltrúa í leikskólanefnd og þar fá þeir tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum varðandi tillögur að reglum, þegar þær verða kynntar í nefndinni.
Meirihluti B og D lista.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:25

Þórunn J Hauksdóttir                                      
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                             
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir                               
Ásta Stefánsdóttir



 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica