14. fundur umhverfisnefndar
14. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista (B)
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Sigurður Ingi Andrésson, varamaður V-lista
Kristín Pétursdóttir, varamaður D-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0706108 - Deiliskipulag lóðar fyrir íbúðir aldraðra.
Deiluskipulag lóðar fyrir íbúðir aldraðra við Kaðlastaði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við það deiliskipulag sem fyrir liggur. Var það samþykkt samhljóða.
2. 0608118 - Endurskoðun aðalskipulags Árborgar
Tillaga um að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags.
Tillaga kom um að Soffía Sigurðardóttir verði fulltrúi nefndarinnar og María Hauksdóttir til vara. Var það samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
María Hauksdóttir
Soffía Sigurðardóttir
Sigurður Ingi Andrésson
Kristín Pétursdóttir
Siggeir Ingólfsson