14. fundur bæjarstjórnar
14. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 14. mars 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson, forseti B-listi
Margrét K. Erlingsdóttir B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Jón Hjartarson, V listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi
Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
1. a) 0701012
Félagsmálanefnd frá 06.02.07
b) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd frá 08.02.07
c) 32. fundur bæjarráðs - 0701016 frá 15.02.07
2. a) 0701012
Félagsmálanefnd frá 12.02.07
b) 0603066
Atvinnuþróunarnefnd frá 15.02.07
c) 0701055
Skólanefnd frá 12.02.07
d) 0701016
33. fundur bæjarráðs frá 22.02.07
3. a)0701117
Menningarnefnd frá 20.02.07
b) 0701062
Leikskólanefnd frá 21.02.07
c) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd frá 22.02.07
d) 0701016
34. fundur bæjarráðs frá 01.03.07
4. a) 0701013
Þjónustuhópur aldraðra frá 22.02.07
b) 0701016
35. fundur bæjarráðs frá 08.03.07
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi, var það veitt.
-liður 2 d) – Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 33. fundar 22.2, – 1c) – liður 4; truflun á skólastarfa á Eyrarbakka vegna vinnu við útistofur
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Það er ekki skrítið að hrollur fari um íbúa Sveitarfélagsins Árborgar í hvert sinn sem bráðabirgðahúsnæði er skeytt við stofnanir sveitarfélagsins. Okkur finnst eðlilegt að hugsa til framtíðar og hugsa í samhengi og hafna alltaf bráðabirgðaúrræðum. Þau ýta undir biðlistastefnu sem var t.d. í leikskólamálum á síðastliðnu kjörtímabili.
Við spyrjum: Hver er stefna meirihluta B-, S- og V-lista varðandi bráðabirgðahúsnæði? Hvað gildir samningur um bráðabirgðahúsnæði við leikskólana Álfheima og Árbæ lengi? Ætlar meirihlutinn að framlengja honum? Ef já – til hve langs tíma?
Gylfi Þorkelsson, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 33. fundar 22.2 – 2a) – Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga
Þórunn Jóna lagði fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneytis vegna kæru Gylfa Þorkelssonar og Ragnheiðar Hergeirsdóttur, átti löglega boðaður fundur í Héraðsnefnd Árnesinga 26. janúar 2007 að leggja mat á fjarveru Gylfa Þorkelssonar á afgreiðslu einstakra mála á fundi nefndarinnar 19. júlí 2006. Það var ekki gert.
Fundurinn 26. janúar einkenndist framan af af því að héraðsnefndarfulltrúar Árborgar komu ósamstiga á fundinn og var það tillitsleysi gagnvart fulltrúum annarra sveitarfélaga. Fulltrúar D-listans höfðu ekki vitneskju um hugmyndir B-, S- og V-lista að breytingum á fulltrúum Árborgar í nefndum og ráðum Héraðsnefndar. Þess vegna, því miður, varð þessi fundur vettvangur pólitískra átaka héraðsnefndarfulltrúa Árborgar. Við vonum að meirihlutinn í Árborg sýni meiri vilja til samstarfs við fulltrúa D-lista í framtíðinni, ekki síst í málum þar sem bæjarfulltrúar þurfa sameiginlega að gæta hagsmuna Árborgar út á við.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, óskaði eftir fundarhléi. Var það veitt.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn fagnar eindreginni samstarfsyfirlýsingu minnihlutans og óskar eftir góðu samstarfi það sem eftir lifir kjörtímabils. Meirihlutinn bendir á að bæjarfulltrúar, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta, hafa þær skyldur að gæta sameiginlegra hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt inn á við sem út á við. Það er von meirihlutans að þeir fulltrúar minnihlutans sem stýra stjórnum stofnana sem Árborg á aðild að, gæti hagsmuna sveitarfélagsins í hvívetna á þeim vettvangi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 33. fundar, 22.2 – 8 – Viðræður við eigendur Hagalands og fyrirtækið Kögunarhól ehf. um ný búsetuúrræði fyrir aldraða
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Fagurgali um að bæta þurfi aðbúnað aldraðra í sveitarfélaginu Árborg dugar lítt þegar staðreyndirnar tala sínu máli. Staðreyndirnar eru þær að biðlisti er eftir íbúðum aldraðra og meirihluti B-, S- og V-lista vill ekki skoða alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til að leysa búsetuvandann. Nú neyðast fleiri aldraðir Árborgarbúar en vilja til eyða ævikvöldinu utan Árborgar.
Í ljósi þessa spyrjum við: Hvers vegna var neitað að hefja viðræður við eigendur Hagalands og fyrirtækið Kögunarhól ehf. um búsetuúrræði fyrir aldraða í Árborg? Hvernig þjónar það hagsmunum aldraðra að neita viðræðunum? Telur meirihlutinn að í viðræðum um málið við nefnda aðila hefði falist einhvers konar binding af hendi sveitarfélagsins? Meirihlutinn talar um að ,,binda hendur sveitarfélagsins ekki frekar að svo stöddu” –að hvaða marki, hvernig og hverjum eru þær bundnar núna? Liggja fyrir einhverjir samningar um uppbyggingu í búsetuúrræðum fyrir aldraða? Hvaða vinna er í gangi við að finna úrlausnir í búsetuúrræðum aldraðra?
Gylfi Þorkelsson, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.
-liður 3 a) – Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar 20.2 – 1. mál; Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Fyrrverandi meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði lagt drög að samstarfssamningi við forsvarsmenn Lista- og menningarverstöðvarinnar Hólmarastar á Stokkseyri þegar Framsóknarmenn slitu samstarfi. Hefur meirihluti B-, S- og V-lista í hyggju að koma á samstarfssamningi við þessa aðila?
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að taka saman yfirlit yfir söfn og lista- og menningartengda starfsemi í Árborg og hvernig nýta má heimildir laga um tekjustofna sveitarfélaga til að létta álögur á slíkri starfsemi.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:
Ég samþykki þessa tillögu þar sem hún fellur mjög vel að áformum meirihlutans í menningarmálum í sveitarfélaginu og þeim störum sem framundan eru.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um lið 4a), fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 22. febrúar 2007.
-liður 4 b) –
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 35. fundar, 8.3.- 2 a) fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, liður 1.
Óskaði hún eftir að bókað yrði:
Ég lýsi undrun minni á því að ákvörðun stjórnar frá 2003 hafi ekki verð formlega afturkölluð – þar sem bann við urðun úrgangs var sett – en samt sé farið að urða sláturúrgang í Kirkjuferju.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir framangreindu máli.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Margrét. K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 35. fundar 8.3, – 8 – Bréf Flugklúbbs Selfoss
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Í bréfi frá forsvarsmönnum Flugklúbbs Selfoss segir: ,,Flugklúbbur Selfoss óskar eftir viðræðum við Bæjarstjórn Árborgar um framtíð og skipulag Selfossflugvallar sem allra fyrst.” Lagt er til að bæjarstjórn verði við beiðninni og feli starfshóp um framtíð Selfossflugvallar að koma á viðræðum hið fyrsta.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls um fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Gert var fundarhlé.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls um fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, lýsti því yfir að hann teldi æskilegt að Sorpstöð Suðurlands yrði eignaraðili að kjötmjölsverksmiðjunni.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð stjórnar Sorpstöðvar.
Tillaga Þórunnar Jónu var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Nú þegar er unnið í samræmi við það sem hér er lagt til. Um leið og nauðsynleg gögn, sem verið er að afla, liggja fyrir verður boðað til fundar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 35. fundar 8.3, – 8 - Bréf Flugklúbbs Selfoss
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Það hefur verið með ólíkindum að horfa upp á vinnubrögð bæjarfulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Árborgar gagnvart nefndafólki sínu og starfi nefnda yfirleitt. Sem nýleg dæmi má nefna að á 35. fundi bæjarráðs gengu fulltrúar meirihlutans gegn því að starfshópur um framtíð Selfossflugvallar fengi til umfjöllunar málefni flugvallarins og ætluðu engu upplýsingastreymi til nefndarinnar. 34. fundur bæjarráðs gekk gegn samróma afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar um Austurveg 7. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað lokun deildar á Hulduheimum án samráðs við leikskólanefnd en nefndarmenn fréttu af lokuninni sama dag og hún var framkvæmd – og sumir fengu fyrstu fréttir í fjölmiðlum. Þessi framkoma, sem fleiri dæmi eru um, ber vott um virðingarleysi gangvart formönnum fagnefnda og nefndarfólki sem vill starfa eftir erindisbréfum sínum og góðri stjórnsýslu.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, óskaði eftir fundarhléi. Var það veitt.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og lagði fram bókun:
Meirihlutinn vísar málflutningi af þessu tagi alfarið á bug og telur hann efnislega ekki svara verðan.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs, 35. fundar 8.3 – listabókstafir við fundarmenn
Þórunn Jóna lagði fram svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Í fundargerðum bæjarráðs er skráning mætinga á fundi ráðsins til fyrirmyndar. Þar kemur fram nafn fundarmanns, titill hans og staða í pólitísku litrófi flokkanna. Lagt er til að bæjarstjóri beini því til formanna og ritara nefnda að slíkur háttur verði hafður við ritun fundargerða allra nefnda.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls um 9. lið fundargerðar bæjarráðs, 35. fundar, 8.3- Flutningur starfa frá starfsstöð MS á Selfossi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, og Jón Hjartarson, V-lista, tóku til máls.
II. Önnur mál
1. 0607065
Landsmót UMFÍ á Selfossi 2012
Formaður gerði grein fyrir bréfi framkvæmdastjóra HSK um landsmót UMFÍ 2012.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar lýsir mikilli ánægju með þá ákvörðun stjórnar UMFÍ að 27. landsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi 2012. Ákvörðunin felur í sér viðurkenningu á því að í Árborg séu góðar aðstæður til móttöku mikils fjölda keppenda og gesta. Sveitarfélagið mun sjá til þess að hér verði fyrirmyndar keppnisaðstaða fyrir þær íþróttagreinar sem keppt er í á landsmóti og stærsta einstaka verkefnið þar er bygging aðalleikvangs fyrir frjálsar íþróttir.
Á síðustu fimm árum hefur uppbygging íþróttamannvirkja verið mikil í Árborg. Íþróttahúsið Iða við Fjölbrautaskólann var tekið í notkun árið 2004, fjórir gervigrasvellir hafa verið settir niður við grunnskóla sveitarfélagsins, gervigrasvöllur í fullri stærð var formlega tekinn í notkun sumarið 2006, sveitarfélagið lagði til fjármagn til byggingar reiðvallar á svæði hestamanna á Selfossi, bygging íþróttahúss er á lokastigum við Sunnulækjarskóla þar sem sérstök aðstaða verður fyrir fimleikafólk. Fjárfestingar sveitarfélagsins vegna þessara verkefna eru samtals á bilinu 700-750 m.kr. og hefur önnur eins uppbygging ekki átt sér stað hér um langt árabil.
Heildarútgjöld sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsmála eru tæpar 129 m.kr. skv. fjárhagsáætlun 2007, þar af eru 28 m.kr. vegna þjónustusamninga og beinna styrkja til æskulýðsstarfs og 63 m.kr. í reiknaða styrki vegna aðstöðu til æfinga og annarrar starfsemi félaga.
Nú er starfandi vinnuhópur sem bæjarráð skipaði í desember s.l., sem skila á tillögum um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg. Gert er ráð fyrir að meginniðurstöður liggi fyrir um mitt árið. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir að í framhaldi af því hefjist undirbúningur að byggingu aðalleikvangs á Selfossi.
Bæjarstjórn Árborgar þakkar forsvarsmönnum HSK og UMFÍ fyrir ánægjulegt samstarf í tengslum við umsókn vegna landsmótsins og horfir björtum augum til frekara samstarfs við undirbúning og framkvæmd 27. landsmóts UMFÍ á Selfossi árið 2012.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu fulltrúa D-lista varðandi landsmót UMFÍ og uppbyggingu íþróttamannvirkja:
Bæjarstjórn Árborgar fagnar þeirri ákvörðun að landsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi 2012 og heitir því að gera sitt besta í uppbyggingu íþróttamannvirkja og í því að skapa glæsilega umgjörð um landsmótið. Því samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að gera nú þegar kostnaðaráætlun og tímasetta framkvæmdaáætlun um uppbyggingu mannvirkja á íþróttasvæðinu við Engjaveg og sundlaugum á Selfossi og leggja sem fyrst fyrir bæjarstjórn.
Greinargerð:
Það er metnaðarfullt verkefni sem Sveitarfélaginu Árborg er trúað fyrir að standa að með því að halda Landsmót UMFÍ hér á Selfossi 2012. Stjórn HSK hefur með bréfi dags. 12.3.2007 óskað eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið næsta haust um undirbúning fyrir mótið. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Árborg komi vel undirbúið til þeirra viðræðna og hafi unnið sína heimavinnu þegar að viðræðum kemur. Því er nauðsynlegt að bæjarráð, sem fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdavald sveitarfélagsins, meti nú þegar áætlaðan kostnað vegna málsins og geri tímasetta framkvæmdaáætlun í svo stóru máli en því verði ekki vísað í lengra og tímafrekara ferli.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, óskaði eftir fundarhléi, var það veitt.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans.
Í desember s.l. skipaði bæjarráð vinnuhóp sem ætlað er að skila tillögum um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg, þ.m.t. uppbyggingu aðalleikvangs og sundlaugar á Selfossi. Áætlað er að hópurinn skili hugmyndum nú í vor og fyrir mitt ár. Í framhaldi af því er eðlilegt að taka ákvörðun, tímasetja og kostnaðarmeta þá uppbyggingu sem fara þarf fram fyrir landsmótið 2012. Sú vinna mun því liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 og þegar formlegar viðræður við HSK hefjast næsta haust. Því greiða fulltrúar meirihlutans atkvæði gegn tillögu fulltrúa D-lista.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista, fagna ákvörðun UMFÍ um að halda landsmót í Árborg 2012. Í ákvörðuninni felst mikið traust til sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar D-lista, heita því að standa undir því trausti með því að stuðla að nauðsynlegri uppbyggingu íþróttamannvirkja og með auknu fjármagni til íþróttastarfs í Árborg.
2. 0504050
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista varðandi það hvort kostnaður við þverfaglegan vinnuhóp vegna nýbyggingar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og við bygginganefnd skólans muni dragast af fjármunum eyrnamerktum nýbyggingu skólans.
Forseti lagði fram svohljóðandi svar:
Kostnaður vegna byggingarnefndar BES og þverfaglegs vinnuhóps er hluti af kostnaði við framkvæmdir og er því tekinn af þeim fjármunum sem áætlaðir eru til verkefnisins.
3. 0611165
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um niðurstöður viðræðna við forsvarsmenn JÁ-verks vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss.
Forseti lagði fram svohljóðandi svar:
Þann 30. janúar s.l. kom Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri JÁ verks til fundar með bæjarstjóra, framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs og fulltrúum meirihlutans. Eins og bæjarstjóri gerði grein fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 15. febrúar s.l. þá reifaði Gylfi á þessum fundi hugmyndir JÁ verks varðandi mögulega uppbyggingu sundhallarsvæðisins. Rætt var um áætlanagerð vegna uppbyggingar íþróttamannavirkja í Árborg sem nú er í gangi á vegum sveitarfélagsins. Niðurstaða fundarins var sú að báðir aðilar lýstu áhuga sínum á frekari viðræðum um málið þegar komnar væru fyrstu niðurstöður vinnuhópsins um mögulega uppbyggingu umrædds svæðis.
4.
Beiðni Björns Bjarndal Jónssonar, B-lista, um lausn frá störfum sem varamaður í bæjarstjórn og frá þeim störfum sem bæjarstjórn hefur kosið hann til að gegna í nefndum og ráðum.
Beiðnin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Lagðar voru til eftirfarandi breytingar á nefndaskipan:
María Hauksdóttir verði formaður umhverfisnefndar og Björn Harðarson varamaður í nefndinni.
Helgi Haraldsson verði varamaður Árborgar í héraðsnefnd.
Helgi Haraldsson verði varafulltrúi Árborgar á aðalfund SASS, aðalfund skólaskrifstofu og heilbrigðiseftirlits.
Björn Harðarson verði formaður landbúnaðarnefndar og María Hauksdóttir, varamaður.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum,Þórunn Jóna Hauksdóttir, Snorri Finnlaugsson ogElfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, sátu hjá.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarstjórn Árborgar þakkar Birni Bjarndal fyrir ánægjuleg samskipti og gott starf í þágu Sveitarfélagsins Árborgar og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
5.
Beiðni Böðvars Bjarka Þorsteinssonar, S-lista, um lausn frá störfum sem fulltrúi í menningarnefnd.
Beiðnin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Lagðar voru til eftirfarandi breytingar á nefndaskipan:
Már Ingólfur Másson verði aðalmaður í menningarnefnd ogÁsmundur Sverrir Pálsson varamaður.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði:
Bæjastjórn Árborgar þakkar Böðvari fyrir störf hans á vettvangi menningarmála.
6. 0703050
Tillaga um að bæjarstjórn fari þess á leit við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að sett verði á fót nefnd á vegum Sambandsins til að kostnaðarmeta öll lög og reglugerðir sem varða sveitarfélögin frá 1996 til 2007.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fara þess á leit við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að sett verði á fót nefnd á vegum Sambandsins til að kostnaðarmeta öll lög og reglugerðir frá 1996 til 2007 sem varða sveitarfélögin.
Greinargerð:
Bæjarstjórn Árborgar telur nauðsynlegt að farið verði í þetta verk hið fyrsta til að unnt sé að fá yfirsýn yfir raunverulega þróun í útgjöldum sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar, með hagsmuni íbúa landsins að leiðarljósi.
Sérstaklega verði hugað að:
1. Breyttum starfsháttum grunnskólans á tímabilinu og þeirri kostnaðaraukningu sem þeir leiddu af sér. Þar skal sérstaklega horft til fjölgunar kennslustunda, eflingar stoðþjónustu og önnur atriði í starfi grunnskólans, s.s. forvörnum, sem lögð hefur verið áhersla á að hann sinnti.
2. Kostnaðarmati á gjaldfrjálsum leikskóla enda eðlilegt að ríkið láti af hendi tekjustofna vegna þess að leikskólinn er í lögum skilgreindur sem fyrsta skólastigið.
3. Áhrifum skattalagabreytinga vegna lögaðila.
4. Áhrifum ýmissa tilskipana EES á útgjöld sveitarfélaga, m.a. reglugerð um fráveitur og önnur verkefni á sviði umhverfismála.
5. Þeim lögum og reglugerðum öðrum sem leggja skyldur á sveitarfélög án þess að fjármunir fylgi að sama skapi.
6. Þeim verkefnum sem áhugi er nú fyrir að sveitarfélögin taki að sér ef fjármagn fylgi.
Nefndin sé skipuð fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti í sveitarstjórnum og fulltrúum frá hagfræði- og lögfræðisviði sambandsins. Sambandið útvegi nefndinni starfsmann sem jafnframt er ritari hennar.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Tillaga meirihlutans er ósk til Sambands íslenskra sveitarfélaga um risavaxið og kostnaðarsamt verkefni sem við sjáum ekki að skipti sköpum um framtíðarsamstarf ríkis og sveitarfélaga. Í samningi sem í gildi er milli ríkis og sveitarfélaga er kveðið á um að öll ráðuneyti skuli kostnaðarreikna og meta kostnaðaráhrif laga og reglugerða sem skipta verulegu máli gagnvart sveitarfélögum. Þar hlýtur að vera hinn rétti vettvangur fyrir slíka vinnu og leggjum við því til að tillögunni verði vísað frá.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, óskaði eftir fundarhléi.
Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Óskaði hún eftir að bókað yrði:
Við sitjum hjá og treystum því að innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sé verið að vinna að þessum málum til hagsbóta fyrir sveitarfélagið.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 20:50.
Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir