14. fundur leikskólanefndar
14. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, varamaður B-lista
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Erindi til kynningar:
1. 0706056 - Mötuneyti Hulduheima sér Glaðheimum og Ásheimum fyrir mat frá 1. ágúst 2007
Leikskólafulltrúi kynnti fyrir leikskólanefnd það endurskipulag sem orðið er á matarmálum í Ásheimum og Glaðheimum, en frá 1. ágúst hefur eldhúsið í Hulduheimum séð um matreiðslu fyrir þessa leikskóla.
2. 0708028 - Þjónustusamningar um vistun barna hjá dagforeldrum í Garðabæ og á Akureyri
Farið var yfir þá þjónustusamninga sem dagforeldrar og þessi sveitarfélög hafa gert.
Leikskólanefnd felur leikskólafulltrúa að fylgjast með endurskoðun á þjónustusamningi á Akureyri.
3. 0704053 - Skoðunarferð í leikskóla Árborgar 12. september
Samþykkt að fara í skoðunarferð 25. september og leggja af stað frá Ráðhúsinu kl.13.
4. 0703069 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007
Fréttabréf Ásheima í ágúst, fréttabréf Glaðheima í júlí og fréttabréf Æskukots í júlí til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.00
Sædís Ósk Harðardóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Ari B. Thorarensen
Sigurborg Ólafsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir