Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.3.2008

14. fundur lista- og menningarnefndar

14. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 10. mars 2008  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:00

Mætt: 
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála

Nefndarmenn samþykktu að framvegis yrðu fundir haldnir á þriðjudögum og hæfust kl. 18:15.
Andrés Sigurvinsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  • 1. 0801184 - Menningarstyrkir - úthlutun vor 2008

    LMÁ felur verkefnisstjóra að auglýsa fyrri úthlutun ársins 2008 á menningarstyrkjum og að síðasti skiladagur umsókna verði 18. apríl nk. Til úthlutunar eru 1. milljón krónur.
  • 2. 0801097 - Vor í Árborg 2008

    Verkefnisstjóri og Þórir Erlingsson, starfsmaður Vors í Árborg gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning og skipulagningu Vors í Árborg 2008. Fjölmargar hugmyndir og tillögur hafa borist og verið er að vinna úr þeim, flokka og ræða við hlutaðeigendur og aðra sem kallaðir verða til að koma að þessari menningar- og afmælishátíð Sveitarfélagsins Árborgar.
    Bragi Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur einnig að þessari undirbúningsvinnu og er m.a. að setja saman sérstaka íþrótta- og tómstundamiðaða dagskrá í samráði við skólayfirvöld, sem fléttuð veður inn í dagskrá Vorsins. Fyrstu drög að heildardagskrár verða kynnt fyrir nefndinni og almenningi í byrjun næsta mánaðar.
    Verkefnisstjóri upplýsti og að í samræmi við ákvörðun 81. fundar bæjarráðs væri búið væri að koma á laggirnar sérstakri ritnefnd sem hefur yfirumsjón með útgáfu 10. ára afmælisrits Sveitarfélagsins Árborgar. Inga Lára Baldvinsdóttir er formaður ritnefndar.
    Aðrir í ritnefndinni eru: Lýður Pálsson forstöðumaður Byggðarsafns Árnesinga, Þorsteinn Tryggvi Másson,sagnfræðingur, Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins og Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála. Ritnefndin hefur hafið störf. Tillaga um þessa skipan liggur fyrir bæjarráði til samþykktar. Afmælisritinu mun verða dreift inn á öll heimili og fyrirtæki Sveitarfélagsins Árborgar og liggja frammi víðar.

    LMÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur almenning að koma með hugmyndir og taka virkan þátt í að setja saman endanlega dagskrá um leið og hún þakkar mjög góð viðbrögð við auglýsingum um hugmyndir og tillögur. LMÁ vil benda íbúum á að sérstakt netfang hefur verið opnað fyrir menningar- og afmælishátíða sem er vor@arborg.is

  • 3. 0706042 - Endurskoðun á samningum og samkomulögum.

    LMÁ bendir á, að á næstu vikum fari í hönd ýmis árviss og hefðbundin hátíðarhöld og uppákomur. LMÁ vill ítreka og minna á samþykktir frá fyrra ári að skriflegir samningar skulu gerðir við alla þá aðila sem njóta fjárstyrkja frá Sveitarfélaginu Árborg til undirbúnings og framkvæmda þeirra, og séu forsenda fyrir greiðslu þeirra. Í samningunum skulu m.a. réttindi og skyldur hvors aðila fyrir sig tíunduð.

Erindi til kynningar:

  • 4. 0706111 - Styrkumsóknir til Menningarráðs Suðurlands - 2008

    Verkefnisstjóri upplýsti að undirbúningshópur að væntanlegu Skólasögusetri á Eyrarbakka hafi ákveðið að sækja ekki um styrk til verkefna í þessari umferð frá menningarráði Suðurlands heldur bíða til næstu úthlutunar síðar á árinu. Ástæðan er sú að verið er að vinna að aðkomu fleiri aðila að verkefninu s.s. fulltrúa frá Kennarasambands Íslands, fulltrúa frá Félagi kennara á eftirlaunum og fulltrúa frá söfnum og stofnunum hér á svæðinu.
    Jón Hjartarson, forseti bæjarstjórnar hefur farið fyrir undirbúningshópnum en í honum sitja auk hans, Margrét K. Erlingsdóttir,bæjarfulltrúi, Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri og Jón Þórisson, leikmyndateiknari og hönnuður. Jón Þórisson var fenginn til að koma til liðs við hópinn í ljósi reynslu hans af sambærilegum verkefnum og mun hann verða með hópnum í áframhaldandi þróunarvinnu verkefnisins.
    Eins og áður hefur komið fram hefur Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands einnig komið að þessu máli svo og Loftur Guttormsson, prófessor við KHÍ og nú síðast Eiríkur Jónsson formaður KÍ. og Hermann Guðmundsson fv. skólastjóri frá Félagi kennara á eftirlaunum. EBÍ styrkti verkefnið um 400 þúsund á sl. ár. Stefnt er að halda opið málþing um verkefnið, þar sem fulltrúar hinna ýmsu aðildarfélaga munu gera grein fyrir aðkomu sinni. Málþingið er einnig ætlað að vera almenn kynning á verkefninu bæði hvað varðar á Eyrabakkaskólasetrinu á Suðurlandi og hugmyndir um tengsl þess við Skólasögusafns/setur Íslands og annarra sambærilegara setra í hinum landsfjórðungum þrem.
    Sömu sögu er að segja með væntanlegt Setur Páls Ísólfssonar á Stokkseyri - að sækja um styrk við næstu úthlutun. Undirbúningsvinna að þessu verkefni er í fullum gangi og er ætlunin að setja á stofn sértakt félag í kring um það í samráði við ættingja og heimamenn og leitað til sérfræðingar um þátttöku og útfærslu í fyllingu tímans. Hugmyndir hafa þegar verið ræddar um ákveðið húsnæði undir starfsemina á Stokkseyri. Málið mun verða rækilega kynnt og auglýst þegar þar að kemur.

    LMÁ þakkar upplýsingarnar, fagnar framtakinu og hvetur sem flesta að ljá verkefnunum lið og koma að þessum málum.

  • 5. 0802011 - Tónleikar á landsbyggðinni FÍT 2008

    LMÁ þakkar upplýsingar og fagnar að í athugun sé að fá eitt atriði frá FÍT á Vor í Árborg í maí.
  • 6. 0802017 - Endurbætur og viðgerðir, Zelzíus 2008

    LMÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar sérstaklega bættu aðgengi fyrir fatlaða svo og æfingaaðstöðu fyrir unglingahljómsveitirnar. LMÁ vonar að breytingar á skipulagi húsnæðisins verði til þess að hægt verði að auka enn frekar framboð á verk- og listahópum.
  • 7. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar

    LMÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með skýrsluna og vinnu Ræktarmanna ehf. og hvetur íbúa Sveitarfélagsins Árborgar til að kynna sér niðurstöður hennar.
  • 8. 0802109 - Lífshlaupið - hvatningar- og átaksverkefni ÍSÍ

    LMÁ þakkar upplýsingarnar og fram kom að nokkrir meðlimir eru þegar þátttakendur í ýmsum hópum.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15

Andrés Rúnar Ingason                                     
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson                                                   
Þórir Erlingsson
Kjartan Björnsson                                                       
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica