Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.11.2014

14. fundur bæjarráðs

14. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 6. nóvember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. nóvember. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
 1. 1406098 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  1. fundur haldinn 29. október
Fundargerðin staðfest.
 2. 1406101 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  1. fundur haldinn 5. nóvember
-liður 17, mál nr. 1310056 tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Byggðarhorni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 18, mál mál nr. 1405411 tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á almennum fundi. -liður 20, mál nr. 1209098 fjörustígur, göngu- og hjólastígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
 3. 1404027 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðra
Haustfundur haldinn 22. október
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
 4. 1409065 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014-2015
3 tonn eru eftir af byggðakvóta Stokkseyrar frá síðasta fiskveiðiári og færast þau yfir á næsta fiskveiðiár.
Ákvæði reglugerðar nr. 652 frá 4. júlí 2014 gilda um úthlutun byggðakvóta Stokkseyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum: a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. b) 2. mgr. 4. gr. fellur brott. a) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta, til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, 1,5 földu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.
 5. 1410160 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 17. október 2014, vegna áframhaldandi uppbyggingar í Hellisskógi 2015
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
 6. 1410215 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 19. október 2014, um framlag til framræslu á blautum svæðum í Hellisskógi
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
 7. 1410206 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn, dags. 30. október 2014 - tillaga til þingsályktunar til að efla fjarheilbrigðisþjónustu
Bæjarráð Árborgar styður það að gerð verði aðgerðaráætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu og tekur undir það sem kemur fram í ályktuninni að það sé til þess fallið að bjóða fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu um allt land.
 8. 1410214 - Rekstraráætlun Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2015,dags. 30. október 2014, beiðni um aukið framlag fyrir árið 2015
Bæjarráð samþykkir erindið.
 9. 1410218 - Styrkbeiðni fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss, dags. 30. október 2014, vegna endurnýjunar á lendingardýnum fyrir fimleikadeild UMF. Selfoss
Bæjarráð samþykkir erindið.
Erindi til kynningar
 10. 1310121 - Breytt félagaform Leigubústaða Árborgar ehf í sjálfseignarstofnun (ses)
Lagt fram til kynningar.
 11. 1410195 - Ágóðahlutagreiðsla 2014, tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 24. október 2014
Lagt fram til kynningar.
 12. 1410212 - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 25 ára
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
 13. 1411008 - Staða á vinnumarkaði 2014
Lagðar voru fram upplýsingar frá Vinnumálastofnun um stöðu á vinnumarkaði. Atvinnulausum í sveitarfélaginu hefur fækkað um 45 á síðustu 12 mánuðum og mælist atvinnuleysi í sveitarfélaginu nú 2,5%, á sama tíma er atvinnuleysi á landsvísu 4,1%.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica