14. fundur fræðslunefndar
14. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 27. október 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Kristjana Hallgrímsdóttir, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Þorsteinn G Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
1. 1109100 - Skólaheimsóknir fræðslunefndar 2010-2014
Skipulag skólaheimsókna 2011-2012
Áætlun um skipulag heimsókna fulltrúa fræðslunefndar Árborgar í leikskóla og grunnskóla skólaárið 2011-2012 samþykkt samhljóða.
2. 1110004 - Tillaga - vinnuhópur um framtíðarstefnu skólahalds í BES
Afgreiðsla bæjarráðs 3. febrúar er varðar skólahald á Eyrarbakka og Stokkseyri
Afstaða bæjaryfirvalda varðandi skólahald á Eyrarbakka og Stokkseyri liggur fyrir. Formaður leggur því til að ekki verði stofnaður að sinni vinnuhópur um skólahald á Eyrarbakka og Stokkseyri heldur verði nýráðnum skólastjóra í samráði við skólaráð falið að leggja fram tillögu að nauðsynlegum viðhaldsframkvæmdum og skipulagi skólahalds fyrir næsta skólaár. Niðurstöður þeirrar vinnu verði svo kynntar fyrir fyrir fræðslunefnd þegar þær liggja fyrir. Samþykkt samhljóða.
3. 1110106 - Aðalnámskrá leikskóla
Ný aðalnámskrá leikskóla - bréf dags. 6. okt. 2011
Í bréfinu kemur m.a. fram að aðalnámskrá leikskóla sé fagleg stefnumörkun um uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans. Námskráin er leiðarvísir fyrir alla sem vinna að uppeldi og menntun barna í leikskólum og er sveigjanlegur rammi um störf þeirra. Aðalnámskrá leikskóla er einnig upplýsandi fyrir foreldra og forráðamenn um hlutverk og starfsemi leikskóla. Áhersla er lögð á styrkleika barna og hæfni og virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins. Uppeldi, umönnun og menntun mynda þar eina heild. Á haustþingi leikskólakennara, sem var haldið á Hótel Selfossi 7. október sl., var m.a. unnið með nýja aðalnámskrá og áfram munu leikskólarnir í Árborg aðlaga faglegar áherslur sínar að nýrri aðalnámskrá. Í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins verður einnig tekið mið af áherslum í nýjum aðalnámskrám fyrir leikskóla og grunnskóla.
4. 1109126 - Ytra mat á skólastarfi - tilraunaverkefni
Skýrsla um samstarfsverkefni um ytra mat í grunnskólum
Í framhaldi af skýrslu faghópsins um reglubundið ytra mat á grunnskólum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkt að fara af stað með tilraunaverkefni sem byggir á tillögum hópsins. Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefnið fari af stað í ársbyrjun 2012 og hefur fræðslustjóri þegar sent umbeðin gögn til verkefnastjóra. Umrætt samstarf ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga byggist meðal annars á þeirri undirbúningsvinnu sem unnin var hér á Suðurlandi undir forystu Skólaskrifstofu Suðurlands.
5. 1110100 - Skólanámskrár grunnskóla 2011-2012
Skólanámskrá Sunnulækjarskóla 2011-2012
Skólanámskrá Sunnulækjarskóla skiptist í tvo hluta, annars vegar skólahandbók með almennum upplýsingum um starfsemi skólans og hins vegar námsvísa sem lýsa því hvernig nám og kennsla fer fram. Þar er meðal annars fjallað um námsmat og námsefni. Skólanámskráin er aðgengileg á vef skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is.
6. 1109166 - Kynning - rannsóknin Ungt fólk 2011 grunnskólanemar
Vímuefnaneysla ungs fólks í Árborg (2011). Skýrsla frá Rannsóknum og greiningu og stutt samantekt fræðslustjóra.
Verulegur árangur hefur náðst í forvörnum meðal unglinga í grunnskólum hér á landi síðastliðin 12-13 ár þegar litið er á þróun reykinga, ölvunardrykkju og notkunar á hassi. Hins vegar er það áhyggjuefni að aukin notkun tóbaks og þá einkum munn- og neftóbaks mælist hér í Árborg síðastliðin tvö ár og sýnir að aldrei má slaka á í forvarnarstarfi. Fræðslunefnd hvetur alla sem koma að málefnum barna og unglinga til að vinna að því að snúa þeirri þróun við hið fyrsta. Aðgerðarhópur um forvarnir mótar áherslur sveitarfélagsins en samvinna foreldra sín á milli í góðu samstarfi við skólana, íþróttafélög, félagsmiðstöð og börnin sjálf skiptir mestu og mælir fræðslunefnd með meiri áherslu á þann þátt í forvarnarstarfinu.
7. 1110090 - Gæslu- og eineltismál í grunnskólum
Minnisblað frá grunnskólum og tvær skýrslur lagðar fram til kynningar. Hagir og líðan barna í Árborg 2011 og Heilsa og lífskjör skólanema á Suðursvæði 2006-2010.
Fræðslunefnd hvetur starfsfólk grunnskóla, sem og aðra sem vinna með börnum og unglingum, til að nýta vel þær upplýsingar er fram koma í skýrslunum til að styrkja tengsl foreldra og skóla. Horfa jafnframt á ýmsa aðra þætti sem bæta líðan og samskipti nemenda í skólum, frístundastarfi og sem víðast í nærsamfélaginu.
8. 1004125 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi í leikskólum
Úttekt á leikskólanum Árbæ, sbr. bréf dags. 21. sept. 2011. Í kjölfar auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst 2010 sendi Sveitarfélagið Árborg ráðuneytinu umsókn um úttekt á leikskólanum Árbæ en þá var ekki hægt að verða við umsókninni. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að gera þessa úttekt á grundvelli 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á leikskólastigi. Slíkt ytra mat gefur mikilvægar upplýsingar sem gagnast skólum við gerð umbóta- og starfsáætlana og sveitarfélögum í að sinna eftirlitshlutverki sínu.
9. 1002097 - Skólaráð Sunnulækjarskóla, fundargerðir
Fundargerð skólaráðs Sunnulækjarskóla 19. okt. 2011 lögð fram til kynningar.
10. 1012066 - Fundargerðir skólaráðs Vallaskóla
Fundargerð skólaráðs Vallaskóla 19. október 2011 lögð fram til kynningar.
11. 1101097 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2011
Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands frá 1. september, 15. september og 6. október lagðar fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Guðbjartur Ólason
Helga Geirmundsdóttir
Kristjana Hallgrímsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Þorsteinn G Hjartarson