14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. 1007020 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Árborg
Stjórnarmenn framkvæmda- og veitustjórnar þurfa að undirrita siðareglur sveitarfélagsins.
Siðareglur undirritaðar.
2. 0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
Skipun í byggingarnefnd varðandi lokafrágang á húsnæði Björgunarmiðstöðvar.
Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í starfshóp vegna Björgunarmiðstöðvar:
Elfa Dögg Þórðardóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Starfshópurinn mun hafa yfirumsjón með framkvæmdinni.
3. 0806032 - Jarðskjálftar 2008 - fráveita
Fara yfir ástand fráveitukerfis og viðgerðir eftir jarðskjálftana 2008.
Áhersla lögð á að hraða framkvæmdum við lagfæringar á fráveitukerfinu.
Nefndin óskar eftir að fá afskriftarreglur Viðlagatryggingar.
4. 0709122 - Tenging Vestri Grundar við dreifikerfi hitaveitu
Gert er ráð fyrir að leggja hitaveitu að Grundarbæjum austan Stokkseyrar skv. fjárfestingaráætlun. Jóni Tryggva falið að upplýsa íbúa um framkvæmdina.
5. 0812124 - Tillaga um innkaupareglur
Rætt um aðkeypta þjónustu fyrir framkvæmda- og veitusvið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:12
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson