Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.5.2015

14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. maí 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1503051 - Útboð á raforkukaupum fyrir Árborg 2015
Á fundinn kom Jón Vilhjálmsson frá Eflu og fór yfir útboðsgögn vegna raforkukaupa fyrir Sveitarfélagið Árborg og stofnanir þess. Samþykkt að bjóða út raforkukaup til 4 ára.
2. 1505048 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016
Á fundinn kom Ingibjörg Garðarsdóttir og fór yfir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2016. Stjórnin óskar eftir sundurliðuðu rekstaryfirliti, fjárfestingaráætlun og yfirliti yfir viðhaldsverkefni ársins fyrir næsta fund.
3. 1504175 - Athugasemd - skólalóð Barnaskólans á Stokkseyri og öryggismál
Erindi frá Huldu Gísladóttur vegna skólalóðar Barnaskólans á Stokkseyri lagt fram. Stjórnin ákveður að afmarka skólalóðina að norðanverðu samhliða því að verið er að setja upp leiktæki á skólalóðinni.
4. 1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan
Farið yfir minnisblað frá Mannviti vegna vöktunar gerlamagns og efnainnihalds fráveituvatns á Selfossi í mars 2015.
5. 1505229 - Umhirða við Hallskot 2015
Framkvæmda- og veitustjóra falið að láta hreinsa svæðið í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica