Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.11.2018

14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 14. November 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs  Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Ólafur Árnason og Jón Ágúst Jónsson frá Eflu kynntu stöðu vinnu þeirra við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvar við Selfoss. Lagt var fram endurskoðað kostnaðarmat fyrir umhverfismatið. Fleiri matsþættir og rannsóknir hafa bæst við upphaflega áætlun. Stjórnin samþykkir tilboð frá Vatnaskilum vegna vinnu við dreifilíkansreikninga. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að tillaga að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu við Selfoss ásamt svörum við athugasemdum verði send til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
     
2.   1811080 - Hugbúnaðarkaup fyrir eignadeild
  Rætt var um nauðsyn þess að kaupa hugbúnað fyrir eignaumsjón. Lagt var fram tilboð frá MainManager. Ákveðið að fá kynningu frá Main Manager á næsta fund.
     
3.   1510214 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
  Lögð var fram yfirlitsmynd um heitavatnsnotkun í Tjarnabyggð sem sýndi notkunarstuðul húsa á svæðinu. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að taka saman bréf til íbúa í Tjarnabyggð þar sem þeirri skoðun sem framkvæmd hefur verið á síðustu mánuðum er lýst. Af fyrirliggjandi gögnum má ráða að heilt yfir sé notkunarstuðull á svæðinu eðlilegur. Þó er ljóst að stuðull einstakra húsa er óeðlilegur og er framkvæmdastjóra falið að bjóða fram aðstoð Selfossveitna við að skoða hvað valdi þessum óeðlilega notkunarstuðli.
     
4.   1612102 - Kaupsamningur - Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Farið var yfir teikningar og kostnaðaráætlun vegna lóðar við Grænumörk 5 og Austurveg 51-53. Stjórnin samþykkir að fara í yfirborðsfrágang á suðurhluta lóðarinnar sem snýr að Austurvegi, svæðum 9 og 10 skv. fyrirliggjandi teikningu frá Landform. Kostnaði vegna verksins er vísað til fjárfestingaráætlunar ársins 2019.
     
5.   1803096 - Hönnun á götum og veitulögnum í landi Bjarkar
  Kynnt var niðurstaða útboðs á gatna- og veituhönnun í Bjarkarlandi. Eftirfarandi tilboð bárust: Hnit ehf. 79.945.560.- Orbicon arctic As. 69.121.600.- Verkís hf. 67.632.228.- Mannvit hf. 88.321.000.- Kostnaðaráætlun: 57.314.200.- Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.
     
6.   1403282 - Samningur um samstarf við Flóahrepp vegna vatnsveitu í dreifbýli í Árborg
  Lagður fram samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar kt. 650598-2029 og Flóahrepps kt. 600606-1310 um breytingar á þjónustusvæði vatnsveitna sveitarfélaganna og slit á sameign hvað varðar dreifikerfi og mannvirki VGS. Þjónusta við íbúa í gamla Stokkseyrarhreppi sem hafa verið á veitusvæði Vatnsveitu Flóahrepps færist með samkomulagi þessu til Árborgar að undanskildum bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugsstöðum. Samningurinn samþykktur.
     
7.   1811074 - Samningur um verkefnastjórnun vegna nýs grunnskóla í Bjarkarlandi
  Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við Verkís um verkefnastjórn vegna nýs grunnskóla skv. fyrirliggjandi gögnum um áætlaðan tíma og kostnað.
     
Erindi til kynningar
8.   1811081 - Þjónustusamningar 2018
  Lagt fram yfirlit um þjónustusamninga til kynningar.
     
   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:00  
Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Þórdís Kristinsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson   Jakob Ingvarsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica