23.10.2014
14. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka
Fjórtándi fundur Hverfisráðs Eyrarbakka
Haldinn að Stað 6. október 2014 kl 19:30.
Mættir: Siggeir Ingólfsson formaður, Gísli Gíslason, Þórunn Gunnarsdóttir, Ingólfur Hjálmarsson, Guðbjört Einarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir ritari.
- Formaður setur fundinn og býður Ingólf og Guðbjörtu velkomin í Hverfisráð.
- Eins og fram kom á 12. fundi Hverfisráðs, var þess farið á leit við önnur hverfisráð í sveitarfélaginu að samvinna yrði um að meta ásýnd þorpsíns með það fyrir augum að gera athugasemdir við það sem betur mætti fara. Ekki hefur borist svar við erindi okkar þrátt fyrir ítrekun. Siggeir leggur því til að Hverfisráðið geri sjálft þessa könnun.
Ákveðið er að Hverfisráð framkvæmi þessa könnun í tveimur umferðum; fyrst úttekt á opnum svæðum og lóðum í eigu sveitarfélagsins og síðar á einkalóðum. Siggeir og Guðbjört munu framkvæma þessa úttekt á næstunni og verður gerð skýrsla um þá úttekt á næsta fundi.
- Rætt er um nýauglýst skipulag kringum Hraunlist og ákveðið að Hverfisráð sendi inn athugasemd þess efnis að nauðsynlegt sé að hafa salernisaðstöðu við bílastæðið, enda kalli annað á umhverfismengun á svæðinu.
- Þar sem lautarferð í Hallskot hefur dregist af ýmsum ástæðum, er ákveðið að formaður hafi samband við framkvæmdastjóra sveitarfélagsins um heppilegan tíma, hvort sem það er nú í haust eða í vor.
Fundi slitið kl. 20:45 næsti fundur boðaður á sama Stað og stund þann 22. október.