Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.1.2014

14. fundur íþrótta- og menningarnefndar

14. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.  

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1309032 - Bæjar- og menningarhátíðir 2014

 

Farið yfir bæjar- og menningarhátíðirnar sem liggja fyrir árið 2014. Rætt um að halda fund með hátíðarhöldurum seinna í janúar til að tengja fólk saman og upplýsa um aðkomu sveitarfélagsins að hátíðunum. Lagt til að halda fundinn þriðjudaginn 28. janúar kl. 18:15 í Ráðhúsi Árborgar. Samþykkt samhljóða.  

 

   

2.

1401075 - Vor í Árborg 2014

 

Farið yfir hvert inntak hátíðarinnar verði árið 2014. Rætt um að hafa svipað fyrirkomulag og verið hefur en bæta við stærri viðburðum í hvern byggðarkjarna og tengja hátíðina við sumardaginn fyrsta. Lagt til að formaður og starfsmaður nefndarinnar geri drög að dagskrá hátíðarinnar og leggi fyrir nefndina. Samþykkt samhljóða. 

 

   

Erindi til kynningar

3.

1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

 

Formaður fer yfir málið og upplýsir nefndina um stöðu mála. Fram kom að allir umsækjendur um reksturinn hefðu verið boðaðir í viðtal og verið væri að vinna úr þeim upplýsingum sem þar komu fram.

 

   

4.

1401067 - Hvatagreiðslur 2013

 

Fram kom að um 860 umsóknir væru komnar fyrir 2013 en hægt er að sækja um fram til 31. janúar nk. Frá og með 1. febrúar 2014 hækka síðan hvatagreiðslurnar úr 10.000 kr. í 15.000 kr. á hvert barn 5-17 ára sem búsett er í Sveitarfélaginu Árborg.  

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

 

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Brynhildur Jónsdóttir

 

Björn Harðarson

Tómas Þóroddsson

 

Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica