Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.11.2015

14. fundur íþrótta- og menningarnefndar

14. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.   Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1508177 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2016
Farið yfir þær hagræðingaraðgerðir sem liggja fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2016. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að áætluninni miðað við þær áherslur sem lagðar voru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.
2. 1511047 - HSK þing á Selfossi 2016
Erindi frá Umf. Selfoss þess efnis að óska eftir því við HSK að þing HSK verðI á Selfossi 2016. Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir það fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða.
3. 1510085 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015
Farið yfir reglugerð að kjöri íþróttakarls og -konu Árborgar. Ákveðið að Íþróttafélagið Mílan kOmi nýtt inn með tilnefningar- og atkvæðisrétt. Samþykkt að Uppskeruhátíðin fari fram í sal FSu þriðjudaginn 29. desember og sú breyting verði gerð að hátíðin hefjist kl. 19:30 í stað 20:00 áður. Samþykkt samhljóða.
4. 1510037 - Tillaga að fyrirkomulagi um bæjarlistamann
Erindi frá Birni Rúrikssyni um að Sveitarfélagið Árborg tilnefni bæjarlistamann. Nefndin fjallar um málið og þakkar fyrir erindið en sér ekki fært að verða við erindinu að svo komnu máli. Nefndin tekur þó fram að staða bæjarlistamanns verði skoðuð nánar síðar. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
5. 1510159 - Forvarnarskýrslur um Árborg 5.-10. bekkur 2014-2015
Lagt fram til kynningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Kjartan Björnsson Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica