140. fundur bæjarráðs
140. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. maí 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðaði forföll.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
54. fundur haldinn 13. maí |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1305113 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka |
|
10. fundur haldinn 30. apríl |
||
Fundargerðin lögð fram. -liður 4b, bæjarráð vísar ábendingu um að bera þurfi möl í göngustíg á sjóvarnagarði til framkvæmda- og veitustjórnar.
|
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1305094 - Erindi stjórnar Félags eldri borgara á Selfossi varðandi breikkun bílastæða við Grænumörk 5 og viðbyggingu við húsið fyrir félagsstarfið |
|
Starfshópur vegna skipulags Mjólkurbúshverfis hefur fundað með íbúum og eigendum húsa í hverfinu og farið yfir möguleika á þróun, sérstaklega í þeim hluta hverfisins sem er við Austurveginn. Fram kom vilji íbúanna til að byggð í hverfinu verði lágreist. Fundað verður með fulltrúum lóðareigenda að Austurvegi 51-59 um framtíð reitsins. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
||
4. |
1305119 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - 101 Heimur ehf vegna Fróns að Eyravegi 35 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið hvað varðar afgreiðslutíma og staðsetningu staðarins skv. skipulagi sveitarfélagsins, enda liggur fyrir úttekt byggingarfulltrúa á staðnum. |
||
|
||
5. |
1305120 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn Þingstaða ehf um rekstarleyfi - gisting í Hreiðurborg |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6. |
1305121 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Nýju tæknihreinsunarinnar ehf - gististaður, Kjarrmóa 1 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
7. |
1305117 - Kótelettan 2013 |
|
Einar Björnsson og Gísli Felix Bjarnason komu inn á fundinn og ræddu fyrirkomulag hátíðarinnar Kótelettan 2013. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
8. |
1209005 - Upplýsingar um stöðu talþjálfunarverkefnis |
|
Lagðar voru fram upplýsingar fræðslustjóra um stöðu talþjálfunarverkefnis í sveitarfélaginu. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45.
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir