Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.4.2018

141. fundur bæjarráðs

141. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 5. apríl 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1.   1802059 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018 1-1802059
  264. fundur haldinn 6. mars
  Lagt fram.
     
2.   1701105 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2017 2-1701105
  19. fundur haldinn 14. nóvember
  Lagt fram.
     
3.   1803263 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2018
  20. fundur haldinn 2. febrúar 21. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.
     
4.   1803226 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018 4-1803226
  15. fundur haldinn 19. febrúar
  Lagt fram.
     
5.   1802003 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018 5-1802003
  185. fundur haldinn 22. mars
  Lagt fram.
     
6.   1802019 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 6-1802019
  858. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.
     
7.   1803295 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2018 7-1803295
  Fundur haldinn 20. mars
  -liður 1, fjölgun byggingarlóða, unnið er að breytingum á skipulagi lóða við Ólafsvelli til að fjölga par-/raðhúsalóðum, einnig er til skoðunar hvar næstu byggingarlóðir verða gerðar. -liður 2, bílaplan við Gimli, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 3, skemmdir á grasi við Fréttablaðskassa, vísað til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 4, mikið um villiketti, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 5, hundagerði, framkvæmda- og veitusviði er falið að meta kostnað við að setja upp afgirt hundasleppisvæði. -liður 6, bílhræ í þorpinu, leitast er við að beita þeim heimildum sem sveitarfélagið hefur til að láta fjarlægja bílhræ, erfitt er að eiga við bílhræ inni á einkalóðum þar sem takmarkaðar heimildir eru fyrir hendi. -liður 7, minkur í varnargarðinum, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 8, Þuríðargarður verði nýttur til útikennslu, skólanum er heimilt að nýta garðinn til útikennslu. Bæjarráð felur starfsmönnum umhverfisdeildar að funda með hverfisráði Stokkseyrar og fara yfir tillögur þeirra að útfærslu garðsins. -liður 9, vantar áningarbekk við Þuríðarbúð, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 10, færsla á stoppistöð, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að ræða við strætó um að bílstjórar gæti þess að stöðva ekki þannig að lokist fyrir innkeyrslur að húsum. -liður 11, afgreiðsla mála í nefndum, bæjarráð hvetur hverfisráð til að fylgjast með fundargerðum nefnda. -liður 12, sláttur á bökkum Löngudælar, ekki er gert ráð fyrir að bakkar Löngudælar séu slegnir. -liður 13, hraðahindrun er nokkrum metrum vestar, ekki stendur til að setja hraðahindrun við Íragerði, en bæjarráð vísar því til skipulags- og byggingarnefndar að meta það hvort setja eigi gangbraut við Íragerði. -liður 14, þrenging eða vistgata í Íragerði, á skipulagi er ekki gert ráð fyrir þrengingum inn í botnlanga við Íragerði, frekar en annars staðar í sveitarfélaginu. -liður 15, hreinsun við Eymdina, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
     
Almenn afgreiðslumál
8.   1803262 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála 8-1803262
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um breytingar á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggða rmála, mál, 389.
  Lagt fram.
     
9.   1803288 - Umsögn - frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur 9-1803288
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, mál 345.
  Lagt fram.
     
10.   1803289 - Umsögn - frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði 10-1803289 - Fyrri hluti 10-1803289 - Seinni hluti
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. Mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, mál. 394.
  Lagt fram.
     
11.   1803232 - Áskorun - endurskoða reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi 11-1803232
  Áskorun frá FEB, dagsett 15. mars, þar sem skorað er á Sveitarfélagið Árborg að endurskoða reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi.
  Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019. Fjármálastjóra er falið að taka saman minnisblað með samanburði á afsláttum af fasteignasakatti og fráveitugjöldum hjá sveitarfélögum af svipaðri stærð.
     
12.   1803198 - Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna 12-1803198
  Erindi frá Sagna- samtökum um barnamenningu, dags. 19. mars, þar er óskað er eftir styrk vegna hátíðarinnar.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
13.   1803188 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð - Larsenstræti 4 13-1803188
  Beiðni frá Sólningu, dags. 19. mars, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 4 við Larsenstræti. Einnig koma lóðir nr. 2, 6 og 8 við Larsenstræti til greina.
  Lóðirnar nr. 2, 4, 6 og 8 eru ekki ætlaðar fyrir verkstæðisstarfsemi skv. skipulagi og er beiðni um vilyrði því hafnað. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að láta kostnaðarmeta gatnagerð í Larsenstræti til að gera megi lóðir nr. 10, 12, 14 og 16 byggingarhæfar. Skipulagsskilmálar á því svæði gætu mögulega rúmað þá starfsemi sem sótt er um.
     
14.   1803286 - Beiðni um staðfestingu fyrir lóðarúthlutun að Víkurheiði 2 14-1803286
  Erindi frá Set ehf, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir staðfestingu á úthlutun lóðar að Víkurheiði 2.
  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni með formlegum hætti.
     
15.   1803287 - Fyrirspurn - hugsanleg endurbygging Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka 15-1803287
  Fyrirspurn frá Ingu Láru Baldvinsdóttur o.fl., dags. 26. mars, þar sem spurt er um hugsanlega endurbyggingu Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka með tilliti til aðalskipulags, deiliskipulags o.fl.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjendur um afmörkun svæðis/lóðar.
     
16.   1707110 - Upplýsingar - rekstur félagslegra leiguíbúða 16-1707110
  Erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 21. mars 2018, þar sem koma fram niðurstöður könnunar sem KPMG stóð fyrir á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að ræða við Varasjóð húsnæðismála þar sem upplýsingar um eignasafn sveitarfélagsins stemma ekki.
     
17.   1603194 - Tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og ný brú á Ölfusá
  Bæjarráð Árborgar ítrekar tilmæli sín til fjármála- og samgönguráðuneytisins þess efnis að Vegagerðinni verði tryggðir fjármunir til að ráðast í framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og gerð nýrrar brúar á Ölfusá. Unnið hefur verið að hönnun vegarins og brúarinnar um nokkurt skeið og samningaviðræður Vegagerðarinnar við landeigendur, þar sem kaupa þarf upp land, eru langt komnar. Nauðsynlegt er að tryggja áframhald verkefnisins, enda eykst stöðugt umferðarálag á umræddum vegarkafla. Um er að ræða einn fjölfarnasta hluta þjóðvegakerfisins og er afar brýnt að bæta umferðaröryggi á kaflanum og auka afkastagetu með nýrri brú á Ölfusá. Öll sú umferð sem hlýst af auknum ferðamannastraumi um Suðurland og til Austurlands fer í gegnum Selfoss og um Ölfusárbrú, auk þeirrar umferðar sem fer um Landeyjahöfn að sumarlagi. Minna má á að ítrekað hafa komið fram loforð fyrri ríkisstjórna um breikkun vegarins og nýja brú. Bæjarráð Árborgar gerir þá kröfu að brugðist verði við með fjármagni til verkefnisins nú þegar.
     
Erindi til kynningar
18.   1803253 - Tillögur um bættar aðstæður utangarðsfólks 18-1803253
  Erindi frá Velferðarvaktinni dag. 22. mars, um bættar aðstæður utangarðsfólks.
  Lagt fram.
     
19.   1803283 - 96. þing HSK 19-1803283
  Tillögur sem samþykktar voru á 96. héraðsþingi HSK 10. mars sl.
  Lagt fram.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica