Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2006

142. fundur þjónustuhóps aldraðra

 

142. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn miðvikudaginn 15. mars 2006  kl.09.00 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Mættir:  Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Þorgerður J. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi eldri borgara.

 

1. Unnur Þormóðsdóttir kynnti heilsueflandi heimsóknir sem eru nú þegar hafnar.  Verið er að skoða slysavarnir, hreyfifærni, einnig er lagt fyrir minnispróf.  Áætlað er að heimsóknum verði lokið sumarið 2006.  Einstaklingar sem eru 80+  fá boð um heimsókn.  Stefnt er að því í haust að bjóða 75 – 79 ára sambærilegar heimsóknir.

 

2. Biðlisti vegna íbúða Grænumarkar 1 – 3 og 5 kynntar.

 

3. Umferðaröryggi íbúa við Grænumörk 1 – 3 og 5.
Bréf frá Vegagerðinni lagt fram til kynningar sem og afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar.
Verkefnisstjóri fél. Úrræða mun kanna hver afgreiðsla umferðarskipulagsins er.

 

4.  Meistararitgerð um flutning aldraðra sem þjást af heilabilun á hjúkrunarheimili lögð fram til kynningar.
Höfundur ritgerðarinnar er Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir.

 

5.  Önnur mál.
Rætt um tilvonandi útskriftarteymi á sjúkrahúsinu.
Árni Guðmundsson víkur af fundi.

 

6. Næsti fundur verður haldinn 3. miðvikudag eins og ákveðið hefur verið.

 

7. Vistunarmat fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Egill Rafn Sigurgeirsson                       
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir                 
Þorgerður J. Guðmundsdóttir
Árni Guðmundsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica