142. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
142. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 27. september 2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Torfi Áskelsson, varamaður S-lista
Ari Már Ólafsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður
Sigurður Ingi Andrésson (V) var fjarverandi.
Dagskrá:
1. 0709125 - Borverk - skoðun á borsvæði
Framkvæmdastjóri kynnti borverk sem fram hefur farið í Ósabotnum borað hefur verið niður á 1720m. Afkastamæling á eftir að fara fram en prófanir lofa góðu.
2. 0709122 - Erindi íbúa Vestri-Grundar
Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá íbúa Vestri-Grundar, en spurst var fyrir um tengingu hitaveitu að bænum ásamt kostnað við tengingu við dreifikerfi Hitaveitu Suðurnesja.
Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu.
3. 0709090 - Heimlagnir að íþróttasvæði
Framkvæmdastjóri kynnti kostnað á nýjar stofnæðar hitaveitu og vatnsveitu sem lagðar voru að íþróttavallarsvæði við Engjaveg.
Nefnadarfulltrúar D-lista fagna því að upphitun gervigrasvallar verði tilbúinn fyrir komandi frosthörkur.
4. 0705140 - Framkvæmdalisti
Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu í framkvæmdum hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.
5. 0703145 - Íbúafjöldi
Íbúafjöldi í Árborg 27. september er alls 7.522 en var í Byrjun árs 7.320.
Á Selfossi eru skráðir 6.214
Á Eyrarbakka 594
Á Stokkseyri 567
Í Sandvík 139
Óstaðsettir eru 8
Ef fjölgun út árið verður með sama hætti og það sem af er ári þá verður hlutfallsleg fjölgun um 3,8 % á árinu.
Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D-lista ítrekar að fá upplýsingar um aldursdreifingu.
Framkvæmda og veitustjórn vill þakka framkvæmdastjóra framkvæmda og veitusviðs Ásbirni Blöndal fyrir afar gott starf í þágu sveitarfélagsins en hann er nú að láta af störfum eftir átján ára starf fyrst sem veitustjóri Selfossveitna og síðan sem framkvæmdastjóri framkvæmda og veitusviðs. Stjórnin þakkar Ásbirni fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40
Þorvaldur Guðmundsson
Torfi Áskelsson
Ari Már Ólafsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ásbjörn Ó. Blöndal
Rósa Sif Jónsdóttir