Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.5.2013

142. fundur bæjarráðs

142. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 30. maí 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari Björn Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundarboð Háskólafélags Suðurlands 2013 og áskorun varðandi aðstöðu fyrir áfyllingu endurnýjanlegra orkugjafa. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1305183 - Opið bréf Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 24. maí, 2013 varðandi neytendavernd við nauðungarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir og bréf Páls Böðvar Valgeirssonar, stjórnarmanns í hagsmunasamtökunum, dags. 21. maí 2013 um sama efni

 

Sveitarfélagið leitast við að bjóða gjaldendum að semja um skuldir og hefur veitt afslætti af dráttarvöxtum við heildaruppgjör, þá er leitast við að vinna í málum með íbúum eins og kostur er á. Til upplýsingar vill bæjarráð taka fram að sveitarfélög þurfa að verja sinn rétt og gæta þess að lögveð vegna gjalda fyrnist ekki, slíkt væri til hagsbóta fyrir síðari veðhafa. Fyrningartími lögveða hefur nýverið verið styttur úr fjórum árum í tvö.

 

   

2.

1211126 - Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar

 

Rætt var um einstaka liði samþykktanna.

 

   

3.

1305230 - Árborgarblaðið 2013

 

Bæjarráð samþykkir að gefa út kynningarblað fyrir sveitarfélagið, líkt og síðasta ár. Kostnaði, sem áætlaður er 1.200.000 kr., er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

 

   

4.

1205011 - Beiðni mótokrossdeildar UMFS um breytt greiðslufyrirkomulag skv. rekstrarsamningi, færslu greiðslna milli ára

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að flýta greiðslum, en felur framkvæmdastjóra að ræða við félagið um útfærslu greiðslna skv. samningi.

 

   

5.

1305239 - Erindi um fyrirhugaða starfrækslu Selfossbíós

 

Bæjarráð fagnar þessu frumkvæði enda er löngu tímabært að opnað verði á ný bíó á Suðurlandi. Bæjarráð samþykkir að kaupa bíómiða fyrir öll börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu, einn miða á hvert barn. Kostnaði kr. 1.000.000 er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.  

 

   

6.

1305133 - Samningur um uppbyggingu þjónustuhúss á tjaldsvæði á Eyrarbakka

 

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá nýjum samningi um rekstur tjaldsvæðisins til lengri tíma.

 

   

7.

1304378 - Heimsókn fulltrúa Markaðsstofu Suðurlands

 

Davíð Samúelsson, forstöðumaður Markaðsstofu Suðurlands, og Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, komu inn á fundinn. Farið var yfir stöðu ferðamála og möguleika í menningartengdri ferðaþjónustu.

 

   

8.

1305245 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2013

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að sækja fundinn og samþykkir að hafna forkaupsrétti að nýju hlutafé í Háskólafélagi Suðurlands.

 

   

9.

0808046 - Áskorun varðandi aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum

 

Bæjarráð skorar á olíufyrirtæki með afgreiðslu í sveitarfélaginu að setja upp áfyllingaraðstöðu fyrir endurnýjanlega orkugjafa, ekki síst rafmagn og metan.

 

   

Erindi til kynningar

10.

1304083 - Staða á vinnumarkaði 2013

 

Lagt var fram yfirlit frá Vinnumálastofnun.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:05 
 

Eyþór Arnalds

 

Ari Björn Thorarensen

Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica